Erlent

Danir kristnir fyrr en talið var

Nýjar fornleifarannsóknir í nágrenni Ribe á Jótlandi benda til þess að Danir hafi tekið kristni fyrr en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á vef Berlingske.

Erlent

Fundu gljúfur undir ísnum

Vísindamenn hafa uppgötvað mikið gljúfur undir miklum ísbreiðum á Suðurskautslandinu. Þeir telja að uppgötvunin muni varpa nýju ljósi á bráðnun jökla og hafíss á suðurhveli jarðar. Frá þessu er greint í nýju tölublaði vísindatímaritsins Nature.

Erlent

Hjólaði frá Kína til að sjá Ólympíuleikana

Það eru ekki allir sem eiga efni á flugferð til Lundúna til að geta fylgst með Ólympíuleikunum sem fram fara í borginni næstu vikurnar. Kínverskur bóndi lét peningaleysið þó ekki stoppa sig heldur hjólaði alla leið frá Kína til Lundúna!

Erlent

Fór næstum því út í geim, opnaði hurðina og stökk út!

Fallhífarstökkvarinn Felix Baumgartner stökk í dag úr þrjátíu kílómetra hæð og náði mest 862 kílómetra hraða. Hann var í þrjár mínútur og fjörutíu og átta sekúndur í loftinu áður en hann spennti út fallhífina og sveif svo í tæplega ellefu mínútur áður en hann lenti í eyðimörkinni í Nýju Mexíkó.

Erlent

Teygjur koma hvorki í veg fyrir harðsperrur né meiðsl

Það er gjarna sagt að teygjur minnki líkur á harðsperrum og komi í veg fyrir meiðsl. Börnum er kennt að teygja eftir skólaíþróttir og fótboltalið sitja saman í hring í asnalegum stellingum eftir leiki til að passa upp á líkamann.

Erlent

Sprengjum rignir yfir Damaskus og Aleppo

Yfirvöld í Sýrlandi reyna nú eftir mesta megni að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn hertaki Damaskus og Aleppo, stærstu borgir landsins. Sprengjum hefur rignt yfir borgirnar í dag — ekki liggur fyrir hversu margir hafa fallið í stórskotaárásunum.

Erlent

Kúbverjar opnir fyrir viðræðum við Bandaríkin

Í dag er þjóðhátíðardagur Kúbu. Forseti Kúbu, Raúl Castro, hélt ræðu til að halda upp á 59 ára afmæli árásarinnar á Moncada herstöðina. Þó árásin hafi gengið illa markaði hún upphaf byltingarinnar á Kúbu. Bræðurnir Fidel Castro og Raúl Castro voru fremstir í flokki í árásinni.

Erlent

Eiginkona Bo ákærð fyrir morð

Eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai hefur verið ákærð fyrir morð. Xilai var áður vonarstjarna í kínverskum stjórnmálum og allt benti til að brátt yrði hann meðal valdamestu manna landsins. Morðmálið hefur gert út af við framavonir hans.

Erlent

Kim Jong-un vill vera opnari leiðtogi

Miklar getgátur hafa verið um dularfullu konu sem sést hefur við hlið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu undanfarið. Nú hafa fjölmiðlar þar í landi tilkynnt að konan sé sannarlega eiginkona Kim Jong og að hún heiti Ri Sol-ju.

Erlent

Ki-moon heimsækir Srebrenica

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, lagði í dag blómsveig að minnisvarða þeirra sem létust í fjöldamorðunum í Srebrenica. Að minnsta kosti 8 þúsund Bosníu-múslimar létust í voðaverkum Serba árið 1995.

Erlent

Obama vill breyta skotvopnalögum Bandaríkjanna

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um skotvopnalög landsins. Obama segir að embætti hans sé að vinna að endurbótum á skotvopnalögunum sem m.a. eiga að koma í veg fyrir að geðveikt fólk geti keypt sér skammbyssur eða önnur skotvopn.

Erlent

Sjö fórust í námuslysi í Mexíkó

Sjö námumenn fórust og nokkrir slösuðust þegar sprenging varð í námu í Coahulia-héraðinu í norðurhluta Mexíkó. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Erlent

Tyrkir loka landamærum Sýrlands

Sýrlandsher beinir nú afli sínu einkum gegn uppreisnarmönnum í Aleppo, stærstu borg landsins, en virðist hafa náð að mestu valdi á höfuðborginni Damaskus. Nýr yfirmaður friðargæsluliðs SÞ reynir að vera bjartsýnn.

Erlent

Obama talsvert sigurstranglegri

Um 65% líkur eru á sigri Baracks Obama forseta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, að því er kemur fram á vef tölfræðisérfræðingsins Nates Silver. Þó munurinn á fylgi Obama og Mitts Romney, frambjóðanda repúblikana, sé aðeins rúm tvö prósent á landsvísu ber nokkuð þeirra á milli sé tekið tillit til fylgis í einstökum ríkjum.

Erlent

Rekin heim eftir rasista-komment á Twitter

Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag.

Erlent