Erlent

McCain vill að Clinton miðli málum

Bandaríkin þurfa að senda hátt settan erindreka, eins og Bill Clinton fyrrverandi forseta, til þess að miðla máli á milli Ísrael og Palestínu. Þetta segir John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikana. Hann segir að bandarísk stjórnvöld verði að sýna fram á það að þeim sé alvara þegar þau segi að þau vilji að friður haldist á Vesturbakkanum.

Erlent

Vinsældir Frakklandsforseta dala sífellt

Francois Hollande, forseti Frakklands, verður sífellt óvinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Vinsældir hans hafa nú dalað sex mánuði í röð samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í dag. Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir vikublaðið Le Journal de Dimanche sýnir að vinsældir Hollandes minnkuðu um eitt prósent síðastliðinn mánuð. Hann nýtur nú stuðnings 41% landsmanna.

Erlent

Áfram barist á Gaza

Bardagar halda áfram á Gaza í dag, fimmta daginn í röð. Minnst tólf Palestínumenn féllu í morgun. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar séu reiðubúnir í meiri hernað. Þá halda Palestínumenn áfram að skjóta eldflaugum að Ísraelum. Á meðal þeirra sem hafa fallið á Gaza í morgun eru fjögur börn. Þá voru höfuðstöðvar tveggja fjölmiðla sprengdar og blaðamenn særðust. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti í morgun yfir stuðningi við Bandaríkjamenn og sagði að þeir væru í fullum rétti til að verja sjálfa sig.

Erlent

Yfir helmingur Breta vill ganga úr ESB

Yfir helmingur breskra kjósenda myndi greiða atkvæði með þeirri tillögu að ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá á vef The Observer. Yfir 56% kjósenda myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með tillögunni ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla.

Erlent

Hart tekist á um réttindi samkynhneigðra

Tugþúsundir manna hafa núna um helgina mótmælt áformum stjórnvalda í Frakklandi að heimila hjónabönd samkynhneigðra og veita samkynhneigðum heimild til að ættleiða börn. Lögreglan segir að hið minnsta 70 þúsund hafi verið á götum Parísar, en einnig hafi verið mótmælt í borgunum Lyon, Toulouse og Marseille. Þarna hafi verið um að ræða kaþólikka og aðra stuðningsmenn hefðbundinna fjölskyldugilda, eins og það er orðað á fréttavef BBC.

Erlent

Ætlaði að hefja skotárás á frumsýningu Twilight myndarinnar

Karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa undirbúið skotárás á frumsýningu nýju Twilight myndarinnar. Það var móðir mannsins sem hringdi í lögreglu og lét vita af áformum mannsins. Maðurinn, sem er 23 ára, heitir Blaec Lammers, eftir því sem fram kemur á vef Sky.

Erlent

Meiri sýklar á skurðarbrettinu en klósettsetunni

Því hefur lengi verið haldið fram að klósettsetan sé skítugasti staður á heimilinu, en ný rannsókn við háskólann í Arizona sýnir að mun fleiri bakteríur er að finna á skurðarbrettinu í eldhúsinu eða jafnvel á lyklaborðinu á tölvunni. Ástæðan er sú að hrátt kjöt og aðrar matvörur sem verkaðar eru á skurðarbrettinu skilja eftir sig bakteríur eins og saurgerla og fundu vísindamenn yfir tvö hundruð sinnum fleiri bakteríur á brettinu heldur en á klósettsetunni. Vísindamenn segja þetta ef til vill vísbendingu um að einstaklingar ættu að þrífa skurðarbrettin jafn vel ef ekki betur en klósettið.

Erlent

Beindu sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas

Ísraelar beindu í nótt sprengjum sínum að höfuðstöðvum leiðtoga Hamas á Gaza svæðinu og gjöreyðilögðu bygginguna, en þetta er fjórði dagurinn í röð sem Ísraelar gera loftárásir á svæði Palestínu. Að minnsta kosti þrjátíu og átta palestínumenn og þrír ísraelsmenn hafa látist í árásunum síðustu daga. Í gærkvöldi kölluðu Ísraelsmenn út sjötíu og fimm þúsund varaliða í hernum, auk þess sem herinn hefur lokað nokkrum þjóðvegum sem liggja að Gaza og segja fréttaskýrendur þetta vera merki um að Ísraelsmenn séu að undirbúa landhernað á Gaza en þeir segja enga ákvörðun hafa verið tekna um það samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins.

Erlent

Bandaríkjamenn hamstra Twinkies

Tilkynnt var á dögunum að bandaríska matvælafyrirtækið Hostess myndi leggja upp laupana. Tíðindin hafa skotið mörgum skelk í bringu enda framleiðir fyrirtækið eitt frægasta sætabrauð veraldar, Twinkies.

Erlent

Enginn asni í framboð

Íbúar í borginni Guayaquil í Ekvador töluðu fyrir daufum eyrum þegar þeir kröfðust þess að múlasni fengi að taka þátt í þingkosningum í febrúar.

Erlent

Risavaxnir þríburar slógu heimsmet

Sidney, Elliot, og Jenson Deen eru þyngstu þríburar veraldar. Samanlögð þyngd þeirra var tæp 10 kíló við fæðingu og er um heimsmet að ræða í þeim efnum.

Erlent

Skrefi nær alvöru huliðshjálmi

Vísindamönnum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum tókst nýverið að hylja nokkurra rúmsentímetra demantslaga hylki fullkomlega í tilraun. Er þetta í fyrsta sinn sem tekst að gera hlut algjörlega ósýnilegan.

Erlent

Bannað að safna yfirvaraskeggi

Breskum þrettán ára pilti hefur verið bannað að safna yfirvaraskeggi til styrktar átaki gegn krabbameini en skólinn, sem pilturinn sækir, segir að slíkt skegg sé ekki hluti af starfsemi skólans.

Erlent

Árásir hertar á Gasaströnd

Loftárásir Ísraelshers á Gasaströnd höfðu kostað að minnsta kosti 15 manns lífið síðdegis í gær. Forseti Egyptalands fordæmir árásir Ísraela og boðar heimsókn sína til Gasa í dag. Palestínumenn halda áfram að skjóta flugskeytum yfir til Ísraels, meðal ann

Erlent

Aldrei fleiri Danir látist vegna eiturlyfja

Alls eru 285 mannslát í Danmörku í fyrra rakin til eiturlyfjaneyslu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu heilbrigðisyfirvalda um eiturlyfjaneyslu í landinu sem kynnt var í vikunni.

Erlent

Google býður í ævintýraferð um Vetrarbrautina

Tæknirisinn Google býður nú mannkyni í ævintýraferð um Vetrarbrautina. Notendur netvafrans Google Chrome geta nú kynnt sér leyndardóma alheimsins, hoppað á milli stjarna og pláneta, og fræðst um tilurð sólkerfisins.

Erlent

Kreditkort fyrir 8 ára gömul börn

Bresk börn á aldrinum 8 til 16 ára geta nú verslað með kreditkort á veraldarvefnum. Það er hópur foreldra sem stendur að verkefninu en þau stofnuðu fyrirtæki þar sem börnum gefst tækifæri til að kynna sér veröld rafrænna viðskipta.

Erlent

Enginn heimsendir er í nánd

Ekkert bendir til þess að fyrirbæri utan úr geimi muni koma til með að tortíma lífi á jörðinni fyrir árslok og sögur um yfirvofandi heimsendi 21. desember næstkomandi eiga ekki við rök að styðjast.

Erlent

Færeyingar þurfa að bíða enn lengur

Færeyingar þurfa að bíða lengur en áætlað var eftir því að úrslit fáist í dýrustu olíuborun í sögu eyjanna. Borun holunnar, sem hófst þann 17. júní, átti að taka 4-5 mánuði og vera lokið núna um miðjan nóvember. Statoil hefur nú upplýst að verklokum seinki og að borað verði til áramóta og hugsanlega lengur.

Erlent