Erlent

Óvíst um örlög Allex

Enn er óvíst um örlög franska leyniþjónustumannsins Denis Allex. Árásarsveit franska hersins reyndi í nótt að frelsa Alex úr haldi herskárra íslamísta í Sómalíu. Að minnsta kosti tveir franskir hermenn létust í áhlaupinu. Hátt í 20 íslamistar féllu árásinni.

Erlent

Enn loga eldar í Ástralíu

Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu.

Erlent

Smíði Helstirnis ekki á döfinni

Rúmlega 34 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á vef Hvíta Hússins þess efnis að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, hefji smíði á raunverulegu Helstirni.

Erlent

Misnotaði hundruð manna á hálfri öld

Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld.

Erlent

Þrjár kúrdískar konur fundust myrtar í París

Hundruð Kúrda í París söfnuðust í gær saman fyrir utan miðstöð Kúrda þar sem þrjár konur fundust myrtar í fyrrinótt. Innanríkisráðherra Frakka segir konurnar hafa verið teknar af lífi. Daginn áður höfðu Tyrkir gert friðarsamning við Kúrda.

Erlent

Tilnefningar til Óskarsverðlauna

Þær kvikmyndir sem hlotið hafa tilnefningu til Óskarsverðlauna voru kynntar í Bandaríkjunum í dag. Stórmynd Steven Spielbergs, Lincoln, fékk tólf tilnefningar.

Erlent

Skotárás í menntaskóla í Kaliforníu

Tveir eru sárir eftir skotárás í menntaskóla í Bakersfield í Kaliforníu á fimmta tímanum í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að áverkar fórnarlambanna séu alvarlegir. Aldur þeirra liggur þó ekki fyrir. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé nú í haldi lögreglu.

Erlent

Mynd Spielbergs með flestar tilnefningar

Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut flestar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Alls voru það tólf tilnefningar. Life of Pi, mynd Angs Lee hlaut 11 tilnefningar og Silver Lining Playbook hlaut tilnefningar í sex helstu flokkum.

Erlent

Fær 112 daga styttingu á fangavist

Möguleg refsing sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kann að verða dæmdur til hefur verið milduð samkvæmt úrskurði dómara við herdómstólinn í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum.

Erlent

Láta af mestu ritskoðuninni

Ritstjórn blaðsins Suðrið vikulega í Guangzhou í Kína verður ekki refsað fyrir mótmæli sín og niðurlagningu starfa, samkvæmt samkomulagi sem náðist við yfirstjórn blaðsins í gær.

Erlent