Erlent

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.

Erlent

Cosby kærður

Sakar Bill Cosby um að hafa nauðgað sér þegar hún var 15 ára gömul.

Erlent

Alnæmisveiran sögð tekin að missa kraftinn

Alnæmisveiran HIV hefur sums staðar tekið stökkbreytingum til að lifa af í líkömum fólks með sterk ónæmisviðbrögð. Þessi stökkbreyttu afbrigði hennar eiga síðan erfiðara með að taka sér bólfestu í öðru fólki og þurfa lengri tíma til að gera fólk alvarlega veikt.

Erlent

Rússland stefnir í efnahagskreppu

Rússar hafa blásið af framkvæmdir við nýja gasleiðslu suður fyrir Úkraínu, til að veita gasi frá Rússlandi til Evrópu. Gengi rúblunnar hefur sigið um 40 prósent frá áramótum, en olíuverð í heiminum hefur lækkað um fjórðung síðan í sumar.

Erlent

Jörðin í beinni frá geimnum

Allir íbúar jarðarinnar geta skoðað jörðina úr rúmlega 431 kílómetra hæð, frá sjónarhorni geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni.

Erlent

Netanayhu vill boða til kosninga

Forsætisráðherra Ísraels hefur rekið fjármála- og dómsmálaráðherrana úr ríkisstjórn og lýst því yfir að hann vilji leysa upp þingið og boða til kosninga.

Erlent

Enn eitt fjöldamorðið í Kenýa

Vígamenn myrtu þrjátíu og níu námamenn í grennd við kenýska bæinn Mandera í nótt. Morðingjarnir skiptu verkamönnunum í tvo hópa, þá sem voru múslimar og þá sem voru það ekki. Því næst var síðarnefndi hópurinn tekinn af lífi.

Erlent

Evrópusinnar saman í stjórn

Stjórnarflokkarnir í Moldóvu unnu nauman sigur í þingkosningum í helgina, og verða því áfram við stjórnvölinn. Fylgi þeirra hefur engu að síður minnkað töluvert frá því í síðustu kosningum, fyrir fjórum árum.

Erlent

Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni

Japönsk stjórnvöld notuðu einn milljarð dala, sem þeir höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að verja í baráttuna gegn hlýnun jarðar, til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Skýrar reglur virðist vanta um meðferð fjárins.

Erlent