Fótbolti

Geta endurskrifað hollenska fótboltasögu í kvöld

Hollenska landsliðið á möguleika á að ná hundrað prósent árangri í undankeppni HM vinni þeir sigur á Skotum á Hampden í kvöld. Ekkert hollenskt landslið hefur náð að vinan alla leiki sína í undankeppni hvort sem það er fyrir HM eða EM.

Fótbolti

Kolo Toure verður fyrirliði hjá Manchester City

Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur ákveðið að Kolo Toure taki við fyrirliðabandinu af Richard Dunn sem félagið seldi á dögunum til Aston Villa. Toure er aðeins búinn að vera í rúman mánuð hjá City sem keypti hann frá Arsenal í haust.

Enski boltinn

Didier Drogba: Ég fórna mér oft fyrir liðið

Didier Drogba vill fá meira hrós fyrir hversu óeigingjarn hann er inn á fótboltavellinum. Drogba er einn öflugasti framherji heims bæði með Chelsea og landsliði Fílabeinsstrandarinnar en hann segir að fáir taki eftir því hversu duglegur hann er án boltans.

Enski boltinn

Völsungur og KV upp í 2. deild

Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar. Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3.

Íslenski boltinn

Kristín Ýr: Erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“

„Um leið og fyrsta markið kom þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Við erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ eins og við gerðum í síðari hálfleik í stað þessara kýlinga í fyrri hálfleik,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir eftir 0-2 sigur Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Valur er nú í kjörstöðu til þess að verja titil sinn.

Íslenski boltinn

Guardiola boðinn nýr samningur á Nývangi

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnustjóranum Pep Guardiola hjá Barcelona hafi verið boðinn nýr og betri samningur við félagið en nánast fullkomið síðasta keppnistímabil þegar Börsungar unnu þrennuna, deild, bikar og meistaradeild.

Fótbolti

Freyr: Erum komin með níu fingur á titilinn

„Þetta er mjög sætt og vissulega er þungu fargi af mér létt þar sem það er náttúrulega alltaf pressa á að skila titlum á Hlíðarenda. Við erum komin með níu fingur á þennan,“ segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals í viðtali við Vísi eftir 0-2 sigur liðs síns gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Svíar óttast að Zlatan ætli að hætta í sænska landsliðinu

Svíar hafa áhyggjur af því að Zlatan Ibrahimovic ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu. Svíar eru ekki í alltof góðri stöðu í undankeppni HM en sigurmark Zlatans í uppbótartíma á móti Ungverjum um síðustu helgi hélt lífi í voninni um að komast á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti

Bendtner vill skora 25 mörk fyrir Arsenal í vetur

Daninn Nicklas Bendtner ætlar að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og telur að þetta geti verið spútniktímabilið hans hjá Arsenal. Hann gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf þá að fara að skora fleiri mörk en hann hefur gert til þessa.

Enski boltinn

Fabio Capello: Takk fyrir hjálpina Herra Bilic

Fabio Capello segir Slaven Bilic, þjálfara króatíska landsliðsins, hafa hjálpað sér mikið við undirbúning enska landsliðsins fyrir leikinn. Bilic sagði að enska liðið hafi tapað "enska stílnum" síðan að Capello varð þjálfari liðsins.

Fótbolti

Norðmenn fá aðstoð frá íslenskum dómara í kvöld

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í efstu deild. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn

Tevez ekki með á móti Arsenal - vonandi klár fyrir Manchester-slaginn

Carlos Tevez verður ekki með Manchester City í stórleiknum á móti Arsenal um næstu helgi en Tevez meiddist á hné í leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM um síðustu helgi. Mark Hughes, stjóri City, vonast til að Tevez verði orðinn góður fyrir nágranna- og derby-slaginn á móti Manchester United sem fram fer eftir tæpar tvær vikur eða 20. september.

Enski boltinn

Frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í kvöld

Avant, einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna í kvöld en heimastúlkur geta komist í toppsæti deildarinnar með sigri á sama tíma og Valskonur geta með sigri farið langt með að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð.

Íslenski boltinn

Lampard vill horfa jákvætt á bannið - gæti þjappað liðinu betur saman

Frank Lampard er á því að Chelsea-liðið gæti nýtt sér það að liðið megi ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en árið 2011. Chelsea var sett í bann hjá FIFA vegna vinnubragða félagsins við að næla í Frakkan Gael Kakuta frá RC Lens. Flestir eru á því að Chelsea þurfi að styrkja leikmannahópinn á þessum tíma til að berjast um titlana í boði en Lampard trúir því að liðsheildin gæti orðið enn sterkari við þetta bann.

Enski boltinn

Henry neitar því að hafa lesið yfir Domenech þjálfara

Thierry Henry, fyrirliði franska landsliðsins, hefur neitað að hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarann Raymond Domenech eftir að franska blaðið Le Parisien hafði eftir samtal hans við Domenech þjálfara þar sem Henry átti að hafa sagt að leikmönnum leiddist á æfingum og að þeir væru síðan týndir inn á vellinum.

Fótbolti

Beckham útilokar ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég ætla mér að snúa aftur til Evrópu. Við skulum orða það að þannig að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni,“ segir David Beckham í samtali við BBC Radio þegar hann inntur eftir því hvort honum hugnaðist að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Enski boltinn