Fótbolti

Wenger útilokar að kaupa Nistelrooy

Arsenal er orðað við annan hvern framherja í Evrópu þessa dagana. Nú er hægt að útiloka í það minnsta einn því Arsene Wenger, stjóri liðsins, segir ekki koma til greina að semja við meiðslapésann Ruud Van Nistelrooy.

Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Pepe

Portúgalski varnarmaðurinn Pepe hjá Real Madrid leikur ekki meira með Real Madrid á þessari leiktíð og missir væntanlega af HM næsta sumar.

Fótbolti

Mourinho hrinti blaðamanni

Stríð Jose Mourinho, þjálfara Inter, við ítalska fjölmiðla tók á sig nýja mynd í dag þegar Mourinho hrinti blaðamanni og hellti sér síðan yfir hann.

Fótbolti

Arshavin endurtók leikinn

Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal.

Enski boltinn

Hætti þegar þegar heilsan brestur

Sir Alex Ferguson segist ekki einu sinni vera að íhuga að hætta þjálfun hjá Man. Utd. Hann segist aðeins ætla að hætta þegar heilsan leyfir honum ekki lengur að vera í eldlínunni.

Enski boltinn

Von á yfirtökutilboði í Man. Utd?

Breska slúðurblaðið News of the World greinir frá því í dag að von sé á risayfirtökutilboði frá Asíu í Man. Utd. Að sögn blaðsins er yfirtökutilboðið upp á einn milljarð punda.

Enski boltinn

Ferrara fær stuðningsyfirlýsingu frá forsetanum

Ciro Ferrara, þjálfari Juventus, situr í ákaflega heitu sæti og margir telja að hann sé búinn að vera í kjölfar tapsins gegn Bari í gærkvöldi. Það tap kom á hæla niðurlægjandi taps gegn FC Bayern í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Verðum að bretta upp ermarnar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

Enski boltinn

Beckham vill spila á HM 2014

Hinn 34 ára gamli David Beckham er ekki af baki dottinn og hann stefnir ekki bara á að komast í enska landsliðið fyrir HM á næsta ári heldur vill hann einnig spila með Englandi á HM 2014.

Fótbolti

Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995

Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið.

Enski boltinn

Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli.

Enski boltinn