Fótbolti

Vidic enn frá vegna meiðsla

Nemanja Vidic verður frá næstu tíu dagana að sögn forráðamanna Manchester United. Hann meiddist í upphitun fyrir leik United gegn Leeds um síðustu helgi.

Enski boltinn

Arsenal endurgreiðir ferðakostnað stuðningsmanna Bolton

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur fallist á það að greiða ferðakostnað stuðningsmanna Bolton sem voru komnir suður til London til þess að fylgjast með leik Arsenal og Bolton. Leikurinn átti að fara fram á miðvikudagskvöldið en var frestað um kaffileytið sama dag.

Enski boltinn

Joaquin orðaður við Juventus

Umboðsmaður spænska vængmannsins Joqauin segir að leikmaðurinn sé spenntur fyrir því að færa sig yfir til Juventus á Ítalíu en hann spilar með Valencia sem stendur.

Fótbolti

Mancini vill fá Kjær til City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja fá danska varnarmanninn Simon Kjær til liðs við félagið en hann er á mála hjá Palermo.

Enski boltinn

Higuain fyrir Fabregas?

Spænska blaðið Marca heldur því fram í dag að Arsenal sé reiðubúið að selja Cesc Fabregas til Real Madrid ef félagið fær Argentínumanninn Gonzalo Higuain í staðinn.

Enski boltinn

Guðmann til Nybergsund

Guðmann Þórisson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska B-deildarliðið Nybergsund en hann hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu.

Fótbolti