Fótbolti

Rolfes og Adler úr leik

Þýska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna meiðsla þeirra Simon Rolfes og Rene Adler sem verða ekki með á HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti

Coleman rekinn frá Coventry

Coventry City rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Chris Coleman. Coventry hafnaði í 19. sæti í ensku 1. deildinni og það var einfaldlega ekki nógu gott.

Enski boltinn

Vieira: Ég hef brugðist City

Frakkinn Patrick Vieira segist hafa brugðist knattspyrnustjóra og eigendum Man. City. Þessi 33 ára miðjumaður hefur ekki sýnt neina snilldartakta í búningi félagsins en ætlar að bæta úr því á morgun er City mætir Spurs í nánast hreinum úrslitaleik um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Ghana hafði áhuga á Mourinho

Forráðamenn knattspyrnusambands Ghana hafa staðfest að sambandið skoðaði það alvarlega að fá José Mourinho, þjálfara Inter, með á HM sem tæknilegan ráðgjafa.

Fótbolti

Berlusconi vill fá Van Basten

La Gazzetta dello Sport heldur því fram í dag að Hollendingurinn Marco Van Basten sé efstur á óskalista Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, sem næsti þjálfari liðsins.

Fótbolti

FH fær Dana til reynslu

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu eiga von á Dananum Jacob Neestrup en hann mun verða til reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Þetta kemur fram á fhingar.net.

Íslenski boltinn

Arshavin segist vera á leið til Barcelona í sumar

Rússinn Andrei Arshavin segir í samtali við The People í dag að hann sé á förum til Evrópumeistara Barcelona í sumar. Arshavin sagði á dögunum að það væri draumur allra leikmanna að spila með Barcelona og fékk bágt fyrir hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

Enski boltinn