Fótbolti

Marseille franskur meistari í fyrsta sinn í 18 ár

Marseille tryggði sér í kvöld franska meistaratitilinn þegar liðið vann 3-1 sigur á Rennes. Þetta er fyrsti meistaratitill félagsins í 18 ár. Didier Deschamps, þjálfari Marseille, vann titilinn einnig sem leikmaður félagsins árið 1992.

Fótbolti

Harry Redknapp: Við eigum þetta skilið

Harry Redknapp stýrði Tottenham í kvöld inn í Meistaradeildina sem er frábær árangur hjá þessum flotta stjóra sem tók við liðinu í fallbaráttu á síðasta tímabili. Tottenham tryggði sér fjórða sætið með 1-0 sigri á Manchester City í kvöld.

Enski boltinn

Áfrýjun Bayern hafnað

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Franck Ribery verður ekki með Bayern München gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Mourinho krefst virðingar

José Mourinho, þjálfari Inter, missti sig í sigurvímunni gegn Barcelona á dögunum og lofaði því þá að hann yrði áfram hjá Inter næsta vetur. Hann hefur nú dregið í land með þær yfirlýsingar.

Fótbolti

Ferguson ætlar ekki að kvelja sjálfan sig

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki ætla að líta um öxl og pirra sig á leikjum þar sem United missti mikilvæg stig ef liðið verður ekki meistari um næstu helgi. United er stigi á eftir Chelsea og gæti því misst af titlinum með aðeins einu stigi.

Enski boltinn

Anelka aldrei verið eins hamingjusamur

Frakkinn Nicolas Anelka segir að honum líði eins og heima hjá sér í herbúðum Chelsea og hann vonast til þess að leggja sitt af mörkum svo Chelsea vinni sögulegan tvöfaldan sigur í vetur. Chelsea hefur nefnilega aldrei unnið bæði deild og bikar á sama tímabili.

Enski boltinn

Foster til í að yfirgefa Man. Utd

Markvörðurinn Ben Foster óttast að hann verði að yfirgefa herbúðir Man. Utd til þess að bjarga ferli sínum en hann verður væntanlega ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í sumar.

Enski boltinn

Mancini hrósar Mark Hughes

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að forveri sinn, Mark Hughes, eigi skilið helminginn af hrósinu ef Man. City tekst að komast í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Enski boltinn

Benzema: Ég verð áfram hjá Real

Karim Benzema segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann sé á leið frá spænska stórveldinu Real Madrid en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

Fótbolti