Enski boltinn

Stoke vann Fulham og fór alla leið upp í 10. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthew Etherington skoraði eina markið í kvöld.
Matthew Etherington skoraði eina markið í kvöld. Mynd/AFP
Stoke komst alla leið upp í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Fulham í kvöld. Það var Matthew Etherington sem tryggði Stoke-liðinu sigurinn.

Stoke fór upp fyrir þrjú félög með þessum sigri, Blackburn, Fulham og Sunderland en liðið var í 13. sætinu fyrir leikinn. Fulham-liðið er væntanlega með hugann við úrslitaleikinn í Evrópudeildinni á móti Atletico Madrid.

Matthew Etherington skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu eftir að fengið boltann á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Ricardo Fuller.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×