Fótbolti

Ronaldo og aðrar HM-stjörnur á nærbuxunum - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýjasta forsíða tímaritsins Vanity Fair skartar Ronaldo og Drogba á nærbuxunum.
Nýjasta forsíða tímaritsins Vanity Fair skartar Ronaldo og Drogba á nærbuxunum. Mynd/Annie Leibovitz

Tímaritið Vanity Fair er með umfjöllun um HM í nýjasta tölublaði sínu og þess utan með einstakan myndaþátt með nokkrum af helstu knattspyrnustjörnum heims.

Það er einn virtasti ljósmyndari heims, Annie Leibovitz, sem tekur myndir af stórstjörnunum á nærbuxunum einum fata. Nærbuxurnar eru skrautlegar enda í fánalitum þess lands sem hver leikmaður kemur frá.

Á meðal þeirra sem tóku þátt í myndatökunni eru Cristiano Ronaldo, Didier Drogba, Kaká, Pato, Samuel Eto´o og Landon Donovan.

Leibovitz þurfti að ferðast víða til þess að ná myndunum sem eflaust munu gleðja fjölmarga kvenmenn.

Hægt er að sjá myndband af því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á bakvið tjöldin hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×