Fótbolti

Upson í stað Carragher

Matthew Upson verður í vörn Englands þegar liðið mætir Slóveníu á miðvikudag í stað Jamie Carragher sem mun taka út leikbann í leiknum.

Fótbolti

Torres kemur inn í byrjunarlið Spánar

Fernando Torres kemur af bekknum og verður í byrjunarliði Spánverja í kvöld er liðið mætir Hondúras í leik sem Spánn verður að vinna. Torres verður með David Villa í fremstu víglínu að því er spænska blaðið Marca segir.

Fótbolti

Lampard vill ekki missa Capello

Frank Lampard hefur engan áhuga á því að missa Fabio Capello sem landsliðsþjálfara hjá Englandi þó svo England detti út úr riðlakeppni HM. England þarf að leggja Slóveníu til þess að komast áfram í keppninni.

Fótbolti

Ætlum að æsa Rooney upp

Bostjan Cesar, varnarmaður slóvenska landsliðsins, segir að leikmenn Slóveníu ætli sér að reyna að æsa Wayne Rooney upp í lokaleik liðanna í riðlakeppni HM. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur enda þarf England að vinna til þess að komast áfram í keppninni.

Fótbolti

Drogba styður Anelka

Didier Drogba stendur við bakið á liðsfélaga sínum hjá Chelsea, Nicolas Anelka, en Anelka var rekinn úr franska landsliðinu um helgina eftir að hafa lent í heiftarlegu rifrildi við landsliðsþjálfarann, Raymond Domenech.

Fótbolti

Enginn krísufundur hjá Englandi?

Leikmenn enska landsliðsins stefndu á að halda fund í gær þar sem átti að hreinsa loftið í herbúðum liðsins. Óstaðfestar fregnir herma að Fabio Capello landsliðsþjálfari hafi komið í veg fyrir að fundurinn væri haldinn. Enska knattspyrnusambandið hefur ekkert gefið frá sér um málið.

Fótbolti

Fengið yfir þúsund líflátshótanir

Sani Kaita, miðjumaður Nígeríu, hefur fengið yfir 1.000 líflátshótanir síðan hann var rekinn af velli í tapinu gegn Grikkjum á HM. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi nígeríska knattspyrnusambandsins.

Fótbolti

Dunga afar ósáttur við rauða spjaldið

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, er rétt eins og flestir Brasilíumenn afar ósáttur við rauða spjaldið sem Kaká fékk í leiknum gegn Fílabeinsströndinni. Dunga segir spjaldið hafa verið mjög ósanngjarnt.

Fótbolti

Capello gæti hætt með enska landsliðið

Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar gera forráðamenn enska knattspyrnusambandsins ráð fyrir því að Fabio Capello hætti með enska landsliðið fari svo að liðið komist ekki upp úr riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar.

Fótbolti

Tryggvi: Fengum stressaðan dómara

KR vann 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deildinni í gær en eina mark leiksins kom á 89. mínútu. Eyjamenn áttu ekki skilið að fara tómhentir úr leiknum og Tryggvi Guðmundsson var eðlilega fúll eftir leik.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli kom Val á toppinn

Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum leik á Stjörnuvelli í kvöld. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn enda var jafnræði með liðunum og sköpuðu þau sér fjölda færa í fjörugum leik.

Íslenski boltinn