Fótbolti

Benayoun með betri leikskilning en Cole

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun muni gera betri hluti hjá liðinu en Joe Cole. Miðað við orð hans var hann óánægður með að Cole hlýddi ekki tilskipunum.

Enski boltinn

Sunderland vill fá Hart lánaðan

Craig Gordon, markvörður Sunderland, er á meiðslalistanum og félagið leitar að manni til að fylla hans skarð. Það hefur sent inn ósk til Manchester City um að fá Joe Hart lánaðan.

Enski boltinn

Degen á leið til Stuttgart

Philipp Degen hefur komist að samkomulagi um kaup og kjör við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart en hann er nú á mála hjá Liverpool.

Fótbolti

Bayern-menn ósáttir með meðferð Hollendinga á meiðslum Robben

Forráðamenn þýska liðsins Bayern Munchen heimta nú bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meðferðar hollenska landsliðsins á meiðslum Arjen Robben í sumar. Robben mun missa af fyrstu tveimur mánuðum tímabislins með Bayern þar sem hann spilaði í gegnum meiðslin sín á HM í sumar.

Fótbolti

Staðfest að Insua fer ekki til Fiorentina

Argentínumaðurinn Emiliano Insua er ekki á leið til Fiorentina á Ítalíu. Það varð ljóst í dag þegar framkvæmdastjóri Fiorentina steig fram og sagði að ekki hefðu náðst samningar við leikmanninn.

Fótbolti

Poulsen í viðræður við Liverpool

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus hafi gefið Liverpool leyfi til viðræðna við miðjumanninn Christian Poulsen. Þessi danski landsliðsmaður hefur verið orðaður við enska liðið að undanförnu.

Enski boltinn

Torres trúr og tryggur Liverpool

Ef einhver var í vafa um hvort Fernando Torres myndi leika með Liverpool á komandi tímabili þá er búið að slá þann vafa af borðinu. Torres segist ætla að sýna stuðningsmönnum Liverpool tryggð.

Enski boltinn

Iniesta: Allir hér vilja fá Fabregas

„Við viljum ólmir fá hann. Hann myndi gera mikið fyrir liðið," segir Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona. Hann er sá nýjasti til að taka þátt í samráðinu í að reyna að fá Cesc Fabregas til liðsins.

Fótbolti

Úrslitalið HM sektuð af FIFA

Knattspyrnusambönd Spánar og Hollands hafa verið sektuð af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir grófan leik í úrslitaleik HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti

Marquez farinn til Bandaríkjanna

Rafael Marquez er genginn til liðs við New York Red Bulls frá Barcelona á Spáni. Hann fylgir þar með fótspor Thierry Henry en þeir voru liðsfélgar hjá Barcelona.

Fótbolti