Fótbolti

Engin október-bjórhátíð fyrir liðsmenn Bayern

Bayern Munchen hefur sjaldan byrjað jafnilla í þýsku deildinni og á þessu tímabili og gengið er byrjað að hafa áhrif á félagslið leikmanna liðsins. Louis van Gaal, þjálfari liðsins, tilkynnti nefnilega leikmönnum í dag að í staðinn fyrir að fara í árlega heimsókn liðsins á október-bjórhátíðina þá þurfa menn að mæta á aukaæfingu í staðinn.

Fótbolti

Romario og Bebeto báðir kosnir inn á þing í Brasilíu

Brasilíumennirnir Romario og Bebeto voru báðir kosnir á brasilíska þingið fyrir hönd Rio de Janeiro í gær, Romario í neðri deildina en Bebeto í efri deildina. Þeir urðu eins og kunnugt heimsmeistarar saman árið 1994 og þóttu þá tveir bestu leikmenn brasilíska liðsins sem vann þá heimsmeistaratitilinn i fyrsta sinn í 24 ár.

Fótbolti

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Íslenski boltinn

Kop-stúkan á Anfield kallaði eftir Kenny Dalglish

Það er vissulega farið að hitna undir Roy Hodgson, stjóra Liverpool, þrátt fyrir að hafa stjórnað Liverpool-liðinu í aðeins fjórtán leikjum. Liverpool tapaði á móti nýliðum Blackpool á Anfield í gær aðeins rúmum tveimur vikum eftir að liðið féll út úr enska eildarbikarnum á sama stað fyrir d-deildarliði Northampton Town.

Enski boltinn

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Íslenski boltinn

Skandinavía: Íslendingar á skotskónum

Veigar Páll Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Stabæk og lagði upp annað er liðið lagði Aalesund af velli, 2-1. Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku einnig með Stabæk í dag.

Fótbolti

Evrópa leiðir fyrir lokadaginn

Lið Evrópu tók heldur betur við sér í Ryder-bikarnum í dag. Liðið var tveim vinningum undir, 6-4, þegar dagurinn í dag hófst en leiðir með þrem vinningum eftir daginn.

Fótbolti