Fótbolti

Owen Hargreaves með United á móti West Brom um helgina

Það lítur allt út fyrir að Owen Hargreaves spili sinn fyrsta leik með Manchester United í langan tíma þegar liðið mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hargreaves hefur ekki byrjað leik síðan í september 2008 vegna krónískra hnémeiðsla.

Enski boltinn

Xavi snýr ekki aftur fyrr en á móti FC Kaupmannahöfn

Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Xavi missir af deildarleik Barcelona á móti Valenica um helgina en verður hinsvegar með liðinu á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í næstu viku. Xavi ætlaði að reyna að spila um helgina en er ekki orðin næginlega góður af meiðslum sem hann varð fyrir á hásin í lok september.

Fótbolti

Lim skorar á stjórn Liverpool að taka frekar sínu tilboði

Peter Lim, milljarðamæringurinn frá Singapúr, stendur fastur á sínu að vilja eignast Liverpool og hann hefur nú komið enn á ný fram og skorað á stjórn Liverpool að samþykkja frekar tilboð sitt en tilboðið frá eigendum hafnarboltafélagsins Boston Red Sox. Stjórn Liverpool mun funda um málið í kvöld.

Enski boltinn

Rooney: Ég hef ekki misst af æfingu í tvo mánuði

Wayne Rooney sagðist vera í fínu formi eftir að hafa leikið í 90 mínútur í markalausu jafntefli enska landsliðsins á móti Svartfjallalandi í gær. Rooney hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum United en hann segist sjálfur ekki hafa misst af æfingu í tvo mánuði.

Enski boltinn

Torres byrjar að æfa aftur í dag

Liverpool fékk góðar fréttir í morgun þegar ljóst var að Fernando Torres sé búinn að ná sér af meiðslunum og byrji að æfa með liðinu í dag. Torres meiddist í upphafi leiks á móti Blackpool á dögunum og gat ekki tekið þátt í landsliðsverkefnum með Spánverjum vegna þeirra.

Enski boltinn

Stuttgart búið að reka þjálfara sinn

Svisslendingurinn Christian Gross hefur verið látinn taka poka sinn hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart en liðið hefur byrjað tímabilið skelfilega og er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sigur í fyrstu sjö leikjum sínum.

Fótbolti

Stjórn Liverpool hittist í kvöld og fer yfir öll tilboð

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, hefur gefið það út að það verður stjórnarfundur hjá Liverpol í kvöld þar sem að þeir ætli að fara yfir öll tilboð í félagið. Salan á félaginu til eigenda bandaríska hafnarboltafélagsins Boston Red Sox er því í uppnámi þrátt fyrir að hún hafi fengið grænt ljós fyrir dómstólum í dag.

Enski boltinn

Fabio Capello: Við vorum heppnir að ná jafntefli

Englengingar náðu aðeins markalausu jafntefli á móti Svartfjallalandi í undankeppni EM í gær og tapaði enska liðið þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Þetta var líka fyrsta heimaleikurinn sem England vinnur ekki í tvö ár.

Fótbolti

Dirk Kuyt og Daniel Agger meiddust báðir í gær

Liverpool varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Dirk Kuyt og Daniel Agger meiddust báðir í landsleikjum. Kuyt meiddist að því virtist ill á ökkla og var fluttur á sjúkrahús en Agger sem að stíga upp úr nárameiðslum entist bara í 39 mínútur í sigri Dana á Kýpur.

Fótbolti

Leikur Ítala og Serba flautaður af eftir 7 mínútur - myndir

Skoski dómarinn Craig Thomson flautaði af leik Ítala og Serba eftir aðeins sjö mínútur í undankeppni EM í gærkvöldi. Ástæðan voru óeirðir á pöllunum á Stadio Luigi Ferraris velinum í Genóa en öfga-stuðningsmenn Serba létu þá öllum illum látum og skutu meðal annars eldflaugum inn á völlinn.

Fótbolti

Ólafur Ingi: Fengum strax blauta tusku framan í okkur

„Þetta er mikið svekkelsi fyrir okkur en við lögðum upp með að ná í það minnsta eitt stig hér í kvöld,“ sagði ‚Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Fótbolti

Theodór Elmar: Hljóp mig alveg tóman

„Við vorum að mæta alveg gríðarlega sterku liði og mér fannst menn leggja sig mikið fram hér í kvöld,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Fótbolti

Ragnar: Stigin skipta máli en ekki frammistaðan

„Það er margt jákvætt í okkar leik en það bara skiptir engu máli þegar maður fær enginn stig,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn portúgalska landsliðinu í kvöld en leikurinn endaði 1-3.

Fótbolti

Gunnleifur: Tek þriðja markið á mig

„Ég tek þriðja markið alfarið á mig og þetta var einbeitingarleysi hjá mér,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Íslands. Hann gat lítið gert við fyrstu tveimur mörkum Portúgala en gerði slæm mistök í þriðja markinu sem varð til þess að Heldar Postiga skoraði auðveldlega.

Fótbolti

Ólafur: Fellur lítið með okkur

„Jafntefli hefði verið frábær úrslit en það hefur ekkert fallið með okkur í keppninni og það þarf gegn þjóðum í þessum styrkleika,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tap sinna manna gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-3.

Íslenski boltinn

Birkir Már: Algjört skítatap

„Þetta er í raun algjört skítatap,“sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. Íslenska landsliðið tapaði fyrir því Portúgalska ,1-3, á Laugardalsvelli í kvöld, en leikurinn var hluti af Undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Úkraínu og Póllandi árið 2012.

Íslenski boltinn