Fótbolti

Beðið eftir Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann muni geta notað Luis Suarez þegar að liðið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir rúma viku.

Enski boltinn

Sky Sports: Arsenal hafnaði tilboði Barcelona

Fréttastofa Sky Sports hefur það eftir heimildum sínum að Arsenal hafi hafnað síðasta boði Barcelona í Cesc Fabregas, fyrirliða enska liðsins. Fabregas mun hafa sjálfur lagt til þrjár milljónir evra í tilboð Börsunga.

Enski boltinn

Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

Íslenski boltinn

Pardew útilokar ekki Barton en segist þurfa að leysa Twitter-vandann

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur.

Enski boltinn

Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

Íslenski boltinn

Redknapp: Evrópudeildin lýjandi

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af álaginu sem fylgir því að spila í Evrópudeild UEFA í vetur og að það gæti reynst liðinu banabiti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Allardyce reiknar ekki með Scott Parker

Sam Allardyce, stjóri enska B-deildarliðsins West Ham, reiknar ekki með því að Scott Parker muni spila með liðinu í vetur. Hann muni líklega snúa aftur í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.

Enski boltinn