Fótbolti

Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi

Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik.

Íslenski boltinn

Eyjamennirnir hætta aldrei

Jöfnunarmark Aarons Spear á KR-vellinum í fyrrakvöld mun hafa mikil áhrif á þróun mála í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í sumar en það var líka enn eitt dæmið um að Eyjamennirnir hætta aldrei og eru alltaf líklegir til að skora, sama hversu lítið er eftir af leikjunum.

Íslenski boltinn

Erfitt verkefni fyrir höndum hjá Wenger

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Óhætt er að segja að heimamenn séu sigurstranglegri þrátt fyrir að miðverðirnir Vidic og Ferdinand glími við meiðsli. Liðið skellti Tottenham 3-0 á mánudag þrátt fyrir fjarveru þeirra og virkar í fantaformi.

Enski boltinn

Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar

Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins.

Fótbolti

Aquilani búinn að skrifa undir samning við AC Milan til 2014

Alberto Aquilani er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan þótt að hann komi þangað aðeins á láni frá Liverpool út þessa leiktíð. AC Milan fær hinsvegar forkaupsrétt á Alberto Aquilani spili hann 25 leiki eða fleiri með liðinu á tímabilinu og það má búast við því að hans framtíð verði því í Mílanóborg.

Fótbolti

Falleg mörk hjá Kolbeini - myndband

Kolbeinn Sigþórsson er heldur betur að stimpla sig inn í lið Ajax þessa dagana. Kolbeinn skoraði tvö falleg mörk gegn Vitesse Arnheim og hefur skorað í þremur leikjum í röð. Hann er markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar ásamt Svisslendingnum Marc Janko hjá Twente.

Fótbolti

Lionel Messi tryggði Barcelona Ofurbikarinn

Lionel Messi skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Cesc Fabregas þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Porto og tryggði sér Ofurbikarinn í Mónakó í kvöld. Barcelona hefur því þegar tryggt sér tvo titla á þessu tímabili því liðið vann einnig spænska Ofurbikarinn á dögunum.

Fótbolti

KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins

KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.

Íslenski boltinn

Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir Ajax í sigri á Vitesse

Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk fyrir Ajax í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Vitesse í toppslag í hollensku úrvalsdeildinni. Ajax hefur náð í 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu en liðið var með jafnmörg stig og Vitesse fyrir þennan leik.

Fótbolti

Fabregas ekki í byrjunarliði Barcelona á móti Porto

Cecs Fabregas þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum þegar Barcelona og Porto mætast í Ofurbikar UEFA í Mónakó í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli liðanna sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á leiktíðinni á undan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Fótbolti

Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman

Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.

Fótbolti

West Ham og Tottenham í viðræðum um Scott Parker

West Ham hefur staðfest það við Sky Sports að félagið sé í viðræðum við Tottenham um kaup þess síðarnefnda á enska landsliðsmiðjumanninum Scott Parker. Parker hefur verið á leiðinni frá Upton Park síðan að West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Enski boltinn

Knattspyrnumenn á Ítalíu í verkfall

Degi eftir að verkfallsaðgerðum knattspyrnumanna á Spáni var hætt hefur nú verið tilkynnt að engir leikir fari fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina vegna verkfalls samtaka knattspyrnumanna þar í landi.

Fótbolti