Fótbolti

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

Íslenski boltinn

Cleverly er þakklátur Martinez

Tom Cleverley hefur stimplað sig inn á miðjuna hjá Manchester United í fyrstu leikjum tímabilsins og hann þakkar Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir framfarir sínar sem knattspyrnumanns.

Enski boltinn

Ekkert frí á miðvikudögum hjá Eggerti

Paulo Sergio, nýr stjóri Eggert Gunnþórs Jónssonar og félaga í Hearts, er þegar byrjaður að breyta hlutunum hjá félaginu. Portúgalinn ætlar nú að afnema frídag leikmanna í miðri viku því honum finnst skoskir leikmenn ekki leggja nógu mikið á sig.

Fótbolti

Mun Ferguson hlífa David de Gea við "loftárásum" Bolton-manna?

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gæti sett Danann Anders Lindegaard í markið hjá United á móti Bolton í dag. Það er þó ekki vegna mistaka David de Gea í fyrstu leikjum sínum heldur vegna þess að skoski stjórinn óttast það að Bolton-menn muni stunda það að keyra inn í De Gea í leiknum. Blaðamenn Guardian velta þessu fyrir sér í morgun.

Enski boltinn

Sögulegt sumar hjá KR

Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

Íslenski boltinn

Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig

Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur.

Fótbolti

Tevez ekki lengur fyrirliði City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur tilkynnt Carlos Tevez að hann sé ekki lengur fyrirliði liðsins. Varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur nú tekið við því hlutverki.

Enski boltinn

Leverkusen á toppinn í Þýskalandi

Bayer Leverkusen skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 4-1 sigri á Augsburg. Þó er líklegt að liðið þurfi að láta toppsætið af hendi strax um helgina.

Fótbolti