Fótbolti

Sigmar Ingi: Er með jákvætt viðhorf

Sigmar Ingi Sigurðarson er leikmaður 19. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann sýndi marga frábæra takta í marki Breiðabliks er liðið gerði 1-1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í fyrrakvöld.

Íslenski boltinn

Buffon fer aldrei frá Juventus

Þó svo markvörðurinn Gianlugi Buffon hafi verið margoft orðaður við fjölda stórliða í Evrópu hefur hann haldið tryggð við Juventus. Hann stefnir á að klára feril sinn hjá félaginu.

Fótbolti

Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla

Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008.

Fótbolti

Platini: Fótboltinn er í lífshættu

Michel Platini, forseti UEFA, óttast um framtíð fótboltans þar sem hvert spillingarmálið á fætur öðru hefur litið dagsins ljós að undanförnu og bíræfnir peningamenn virðast vera að hagræða úrslitum leikja út um allan heim.

Fótbolti

Pepsimörkin: Öll mörkin úr 19. umferð

Öll mörkin og tilþrifin úr 19. umferð Pepsideildar karla voru sýnd í þættinum Pepsimörkin í gær á Stöð 2 sport. Hljómsveitin Genesis lagði til tónlistina í þetta myndband. Það er skammt stórra högga á milli í Pepsi-deildinni en næsta umferð fer fram á sunnudaginn og þar vekur leikur ÍBV og KR mesta athygli.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Ég var ekki til sóma

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um "tilfinningarík“ fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi.

Íslenski boltinn

Peppi Pepsíkarl er alltaf tengdur við súrefni

Peppi Pepsíkall hefur látið að sér kveða á leikjum í Pepsideildinni í fótbolta í sumar en hann lék stórt hlutverk á blaðamannafundi í gær þar sem Ölgerðin og Sport Five skrifuðu undir samstarfssamning. Úrvalsdeild karla og kvenna mun bera nafnið Pepsideildin fram til ársins 2015 en samstarf þessara aðila hefur staðið yfir frá vorinu 2009.

Íslenski boltinn

Blóðug slagsmál í Argentínu

Argentínumenn eru ekki bara góðir í fótbolta. Þeir eru líka mjög skapheitir og slagsmálin sem brjótast út á fótboltaleikjum þar ytra eru engu lík.

Fótbolti