Fótbolti

Dómari varð uppvís að leikaraskap

Hann var svo sannarlega ekki til fyrirmyndar dómarinn í viðureign Operario og Mirassol í neðri deildum brasilíska boltans á dögunum. Hann sýndi fáséð leikræn tilþrif af dómara að vera og óhætt að segja að leikmennirnir hafi brugðist illa við.

Fótbolti

Ancelotti klár í slaginn á nýjan leik

Carlo Ancelotti, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segist klár í slaginn á nýjan leik bjóðist gott tækifæri. Hann segist aldrei hafa sagst ætla að taka sér eins árs frí frá störfum sem knattspyrnustjóri.

Enski boltinn

Wilshere frá í langan tíma - þarf að fara í uppskurð

Jack Wilshere leikmaður Arsenal þarf að fara í uppskurð á hægri ökkla að sögn forráðamanna Arsenal. Talið var að meiðsli Wilshere myndu aðeins halda honum frá keppni í nokkrar vikur. Fréttirnar eru enn eitt áhyggjuefnið fyrir Arsene Wenger, knattspyrnustjóra félagsins.

Enski boltinn

Víkingarnir losuðu sig við metið

Víkingar burstuðu ekki bara Blikana 6-2 í Kópavoginum á mánudaginn því þeir losuðu sig um leið við óvinsælt met sem hefur verið í þeirra eigu í 19 ár. Víkingar höfðu átt metið í lélegum varnarleik í titilvörn síðan þeir voru að verja titil sinn frá sumarinu 1991 og glímdu við falldrauginn alveg fram í síðasta leik.

Íslenski boltinn

Bjarni með horn í síðu mótherjanna í sumar

Hornspyrna Bjarna Guðjónssonar skilaði KR-ingum sigri á móti Keflavík í fyrrakvöld og þar með þriggja stiga forystu á toppnum. Bjarni var þarna að leggja upp sjöunda markið sitt í sumar úr hornspyrnu og KR-liðið hefur alls skorað 10 af 41 marki sínu eftir horn.

Íslenski boltinn

Stoke stöðvaði sigurgöngu Manchester United

Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Stoke í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Stigið dugar liðinu til að komast í toppsætið með betri markatölu en grannarnir í City. Liðið var án Wayne Rooney auk þess sem Chicharito meiddist snemma leiks og var skipt af velli.

Enski boltinn

Man City á toppinn eftir sigur á Everton

Manchester City skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Everton í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. City var mun sterkari aðilinn í leiknum og tókst að knýja fram sigur með mörkum frá Mario Balotelli og James Milner í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Pepe ekki alltaf sá eðlilegasti

Þeir sem fylgjast með spænska boltanum vita að Pepe gefur sig allan í verkefnið. Hann er stundum eins skapstyggt og mannýgt naut. Gæti hreinlega dregið lítinn vatnsdropa yfir eyðimörk á reiðinni einni saman. Gríðarlega oft fer hann yfir strikið þannig eftir er tekið.

Fótbolti

Breno grunaður um hafa kveikt í húsinu sínu

Brasilíski varnarmaðurinn Breno hjá FC Bayern var talinn heppinn að sleppa lifandi út úr brennandi húsi sínu þegar kviknaði í því í vikunni. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að Breno hafi sjálfur kveikt í húsi sínu.

Fótbolti

Dalglish hefur líka klúðrað eins og Torres

Hver getur gleymt klúðri Fernando Torres gegn Manchester United? Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem leikmaður brennir af opnu marki gegn meisturunum. Í apríl 1980 gerði nefnilega sjálfur King Kenny, Kenny Dalglish, slíkt hið sama á Old Trafford.

Enski boltinn