Fótbolti

Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick

Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Hversu mikilvægur er Rooney fyrir Man Utd?

Wayne Rooney var ekki með ensku meisturunum í 1-1 jafntefli liðsins gegn Stoke um s.l. helgi í ensku úrvalsdeildinni. Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni fóru yfir málin í þættinum og þar sagði Hjörvar Hafliðason m.a. að Dimitar Berbatov ætti enga framtíð fyrir sér hjá Manchester United. Berbatov var í fremstu víglínu ásamt Michael Owen í leiknum.

Enski boltinn

Dirk Kuyt tjáir sig um bekkjarsetuna hjá Liverpool

Dirk Kuyt hefur nú tjáð sig um vonbrigðin að missa sæti sitt í byrjunarliði Liverpool en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur veðjað á það að nota Jordan Henderson frekar en Hollendinginn sem hafði átt fast sæti í Liverpool-liðinu undanfarin ár.

Enski boltinn

Jack Wilshere gæti verið frá fram í febrúar

Jack Wilshere fór í aðgerð á ökkla í gær og samkvæmt nýjustu fréttum frá Emirates þá gæti enski landsliðsmiðjumaðurinn verið frá fram í febrúar. Wilshere hafði vonast til að koma aftur til baka um jólin en Arsenal býst við að endurhæfingin taki fjóra til fimm mánuði.

Enski boltinn

KR setti met í meistaratvennum

KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

Íslenski boltinn

Guardiola tekur upp hanskann fyrir Laporta

Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur verið ófeiminn við að gagnrýna fyrrum forseta félagsins, Joan Laporta. Rosell segir að kaup Laporta á Zlatan Ibrahimovic hafi verið verstu kaup í sögu félagsins.

Fótbolti

Moratti: Allt orðið eðlilegt á nýjan leik

Massimo Moratti, forseti Inter, andaði aftur eðlilega um helgina. Hann sagði að hlutirnir væru aftur orðnir eðlilegir hjá félaginu. Claudio Ranieri stýrði sínum fyrsta leik um helgina en Gian Piero Gasperini var rekinn eftir aðeins fimm leiki.

Fótbolti

Góður sigur hjá Gautaborg

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni heldur áfram þó svo að Helsingborg hafi í gær tryggt sér meistaratitilinn. Íslendingaliðið IFK Gautaborg vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården á útivelli.

Fótbolti

KSÍ að missa Lagerbäck til Austurríkis?

Svo virðist sem að Svíinn Lars Lagerbäck sé í þann mund að taka við landsliðsþjálfarastarfi Austurríkis. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé nú staddur í Vínarborg til að ganga frá samningum.

Fótbolti

Cruyff: Ajax getur strítt Real Madrid

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja stórlið Real Madrid heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Goðsögnin Johan Cruyff segir að Ajax geti vel strítt spænska risanum.

Fótbolti

Rooney og Hernandez ekki með gegn Basel

Framherjarnir Javier Hernandez og Wayne Rooney munu ekki geta leikið með Man. Utd gegn Basel í Meistaradeildinni vegna meiðsla. Framherjavalið stendur því á milli Michael Owen, Dimitar Berbatov og Danny Welbeck.

Fótbolti

Milner: Ekkert vesen á Balotelli

James Milner segir að liðsfélagi sinn hjá Man. City, Mario Balotelli, hafi verið til sóma í vetur þó svo Ítalinn ungi hafi mátt þola ansi mikla bekkjarsetu það sem af er tímabili.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Tilþrif og taktar frá 21. umferð

Að venju voru öll mörkin úr næst síðustu umferð Pepsideildar karla sýnd í markaþættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og botnbaráttan er gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Íslenski boltinn

Van Persie vill ekki ræða um nýjan samning strax

Hollendingurinn Robin Van Persie segir að það liggi ekkert á að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal. Hann segist vera ánægður með núverandi samning og er að einbeita sér að fótbolta. Eins og kunnugt er missti Arsenal tvo af sínum bestu leikmönnum i sumar er þeir Cesc Fabregas og Samir Nasri yfirgáfu félagið.

Enski boltinn