Fótbolti

Daníel: Til í að skoða hvað sem er

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn.

Íslenski boltinn

Downing hefur trú á Carroll

Stewart Downing, leikmaður Liverpool, telur að markið sem Andy Carroll skoraði gegn Everton um helgina gæti komið honum almennilega í gang. Þetta var fyrsta mark Carroll á leiktíðinni.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins

Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag.

Íslenski boltinn

Gylfa hrósað fyrir þýskukunnáttu sína

Þýska dagblaðið Rhein-Neckar Zeitung segir að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim, tali nú reiprennandi þýsku aðeins rúmu ári eftir að hann kom til Þýskalands frá Reading í Englandi.

Fótbolti

Welbeck og Jones koma ekki í Laugardalinn

Þeir Danny Welbeck og Phil Jones, leikmenn Manchester United, voru í gær valdir í A-landslið Englands og koma því ekki með U-21 liðinu til Íslands fyrir leik liðanna á fimmtudaginn. Hið sama má segja um Kyle Walker hjá Tottenham.

Fótbolti

Tevez gefur skýrslu í dag

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez gefa skýrslu í rannsókn Manchester City á atvikum miðvikudagskvöldsins síðasta er Tevez mun hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn