Fótbolti

Del Piero fær ekki nýjan samning hjá Juventus

Alessandro Del Piero, fyrirliði Juventus, er að spila sitt síðasta tímabil með Juventus en samningur þessa 36 ára gamla framherja rennur út í vor. Del Piero hefur leikið með Juventus frá 1993 og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Fótbolti

Hafsteinn Briem samdi við Val

Miðvallarleikmaðurinn Hafsteinn Briem gekk í dag í raðir Vals frá HK og samdi hann við Valsmenn til næstu þriggja ára. Hann er 21 árs gamall en hefur þó verið lykilmaður í liði HK undanfarin þrjú ár.

Íslenski boltinn

Beckenbauer vill breyta rangstöðureglunni

Franz Beckenbauer, fyrrum heimsmeistari sem bæði leikmaður og þjálfari með þýska landsliðinu, hefur alltaf sterkar skoðanir á fótboltanum og nú er hann í góðri stöðu til að hafa áhrif á reglur leiksins.

Fótbolti

Haukur Ingi verður aðstoðarþjálfari hjá Fylki í Pepsideildinni

Haukur Ingi Guðnason verður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki í Pepsideild karla í fótbolta. Greint er frá ráðningu Hauks Inga á heimasíðu Fylkis. Samningur Hauks Inga við Fylki er til þriggja ára en hann lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð. Haukur þekkir vel til hjá Fylki en hann lék með liðinu á árunum 2003-2008.

Íslenski boltinn

Torres má spila á móti Genk á morgun

Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City.

Fótbolti

Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld.

Fótbolti

Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli

Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Beckham gæti leikið fótbolta í fjögur ár til viðbótar

David Beckham segir í viðtali við enska dagblaðið Telegraph að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve mörg lið hafi sýnt honum áhuga. Beckham er 36 ára gamall og samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember á þessu ári. Beckham segir að hann hafi áhuga á að leika fótbolta áfram sem atvinnumaður í fjögur ár til viðbótar.

Fótbolti

Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti

Pele: Ég mun senda Messi heimildarmynd um ferillinn minn

Pele er á ferðalagi í Japan þar sem hann heimsækir fórnarlömb jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í mars síðast liðinum. Þar var þessi goðsögn spurður út í viðtal við Lionel Messi, leikmanns Barcelona, þar sem að argentínski snillingurinn sagðist aldrei hafa séð Pele spila.

Fótbolti

Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum

Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu.

Fótbolti