Fótbolti

Zlatan borgar 2 milljónir á dag fyrir glæsivillu í skíðaparadís

Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin en hann hefur "hertekið“ skíðaparadísina Åre í heimalandinu. Zlatan leigir 700 fermetra glæsihýsi af norskum athafnamanni yfir jólahátíðina og greiðir AC Milan leikmaðurinn rúmlega 2 milljónir kr. á sólarhring fyrir húsið, en gríðarlegur fjöldi gesta eru með í för hjá Zlatan og fjölskyldu.

Fótbolti

Wenger gæti óskað eftir því að fá Henry að láni

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Hinn 34 ára gamli Henry er goðsögn hjá Arsenal en hann lék í átta ár með félaginu og margir stuðningsmenn félagsins telja að hann sé sá besti sem hafi leikið fyrir félagið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool og Sigmar Þröstur!

Það verður nóg um að vera í ensku knattspyrnunni á öðrum degi jóla en heil umferð fór fram í vikunni. Hið fornfræga lið Liverpool á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan s.l. miðvikudag. Heimir Guðjónsson var gestur í Sunnudagsmessunni hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudaginn og Heimir hafði sterkar skoðanir á Kenny Dalglish og Liverpool.

Fótbolti

David Beckham er enn og aftur tekjuhæsti fótboltamaður heims

Enski fótboltamaðurinn David Beckham er enn og aftur í efsta sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Beckham gefur ekkert eftir á þessu sviði þrátt fyrir að vera 36 ára en hann varð bandarískur meistari með liði sínu LA Galaxy á þessu ári. Beckham hefur afrekað það að vera meistari í þremur löndum, Englandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Fótbolti

Guardiola gaf Messi lengra jólafrí

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, ákvað að gefa Lionel Messi nokkra daga til viðbótar í jólafrí en síðarnefndi kappinn er nú farinn til Argentínu þar sem hann verður með fjölskyldu sinni yfir hátíðarnar.

Fótbolti

Kean: Ég fer hvergi

Steve Kean, stjóri Blackburn, er alveg sama um hvað gagnrýnendur hans segja og ætlar að vera áfram í starfi þrátt fyrir slæmt gengi liðsins.

Enski boltinn

Ancelotti að taka við Paris Saint-Germain

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, er búinn að finna sér nýtt starf samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Ancelotti sé að taka við liði Paris Saint-Germain. PSG ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda enginn skortur á peningum hjá nýjum eigendum félagsins.

Fótbolti

Andres Iniesta meiddist - frá í fimmtán daga

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta meiddist í 9-0 stórsigri Barcelona á Hospitalet í Konungsbikarnum í gærkvöldi en það fór betur á en horfist og leikmaðurinn verður líklega ekki lengur frá en í fimmtán daga.

Fótbolti

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Fótbolti