Fótbolti

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Enski boltinn

Er Barca enn besta liðið?

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna.

Fótbolti

Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár.

Íslenski boltinn

Skosku meistararnir í Rangers á leiðinni í greiðslustöðvun

Skosku meistararnir Glasgow Rangers eru í það vondum málum fjárhagslega að félagið hefur nú tilkynnt að það sé á leiðinni í greiðslustöðvun á næstunni. Rangers stendur í málaferlum vegna skattaskulda og það mál spilar lykilhlutverk í slæmri fjárhagsstöðu félagsins.

Fótbolti

Eiður Smári fer í myndatöku á miðvikudaginn

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni í myndatöku á miðvikudaginn þar sem kemur í ljós hversu vel beinin í fæti hans hafa gróið en Eiður Smári tvíbrotnaði á fæti í leik með AEK Aþenu á móti Olympiacos þann 15. október. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Fótbolti

Van Basten að taka við Heerenveen

Hollenska goðsögnin Marco van Basten mun taka við stjórnartaumunum hjá Heerenveen í sumar. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf síðan hann hætti með Ajax árið 2009.

Fótbolti

Ranieri: Stjórnin stendur með mér

Claudio Ranieri gekk ágætlega að rífa Inter upp eftir að hann tók við liðinu snemma í vetur. Upp á síðkastið hefur síðan farið að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Fótbolti

Ronaldo: Við erum ekki búnir að vinna neitt

Real Madrid er komið í afar vænlega stöðu í spænsku úrvalsdeildinni eftir helgina. Madridarliðið er nú með tíu stiga forskot á Barcelona og margir á því að liðið sé nú þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Fótbolti

McCarthy rekinn frá Wolves

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

Enski boltinn

King vill ekki missa Redknapp

Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Enski boltinn

Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni

Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.

Fótbolti

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Enski boltinn

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.

Enski boltinn