Fótbolti

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Íslenski boltinn

Di Maria klár í bátana

Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Fótbolti

Pogrebnyak vill ekki fara frá Fulham

Rússinn Pavel Pogrebnyak er ekki bara sláandi líkur Ivan Drago heldur er hann einnig sleipur knattspyrnumaður. Strákurinn hefur slegið í gegn hjá Fulham í vetur og hann vill vera áfram hjá félaginu.

Enski boltinn

Wenger gæti fengið leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti farið í bann í Evrópukeppnninni vegna hegðunar sinnar í seinni leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Villas-Boas fær ekki meðmæli frá Mourinho

Þó svo José Mourinho sé ekki lengur að þjálfa lið Inter þá veitir hann forseta félagsins, Massimo Moratti, góð ráð. Nú hefur Mourinho tjáð Moratti að það sé ekki rétt að ráða Andre Villas-Boas sem næsta þjálfara Inter.

Fótbolti

Vieira brjálaður út í BBC

Patrick Vieira hjá Man. City er allt annað en sáttur með fréttaflutning BBC. Haft var eftir Vieira í viðtali við miðilinn að leikmenn Man. Utd fengu sérmeðferð frá dómurum á Old Trafford.

Enski boltinn

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum | frábær varnarleikur AC Milan

Tveir leikir fóru fram í gær í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Farið var yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem að Þorsteinn J og sérfræðingar þáttarins krufu leikina til mergjar. Evrópumeistaralið Barcelona sótti AC Milan heim til Ítalíu. Í Frakklandi áttust við Marseille og Bayern München frá Þýskalandi.

Fótbolti

Ribery: Þetta voru fullkomin úrslit

Franck Ribery, leikmaður þýska liðsins Bayern München, var mjög kátur eftir 2-0 útisigur á löndum sínum í Olympique de Marseille í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Bayern München vann 2-0 sigur í Frakklandi

Bayern München er á góðri leið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hollendingurinn Arjen Robben lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.

Fótbolti

Markalaust hjá AC Milan og Barcelona

AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Fótbolti

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um Carlos Tevez

Manchester City er í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 fóru sérfræðingar þáttarins yfir stöðuna hjá Man City og endurkomu Argentínumannsins Carlos Tevez.

Enski boltinn