Fótbolti

Pepsimörkin: Upphitunarþátturinn aðgengilegur á Vísi

Íslandsmótið í knattspyrnu 2012 hefst á sunnudaginn með fimm leikjum í Pepsi-deild karla. Í gær var upphitunarþáttur um Pepsideildina sýndur á Stöð 2 sport þar sem að Hörður Magnússon fór yfir málin með sérfræðingum þáttarins, Tómasi Inga Tómassyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni. Vangaveltur þeirra um liðin 12 í deildinni eru nú aðgengilegar á sjónvarpshluta Vísis.

Íslenski boltinn

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Íslenski boltinn

Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Íslenski boltinn

Dempsey orðaður við Liverpool

Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn