Fótbolti

Kári: Gæti vel hugsað mér að spila í Kína

Kári Árnason veltir fyrir sér næsta áfangastað en samningur landsliðsmannsins við skoska félagið Aberdeen rann út um mánaðamótin. Kára var vel tekið í Skotlandi og þótti standa sig afar vel. Stuðningsmenn Aberdeen vildu ólmir halda Kára en félagið hafði ekki fjárráð til þess.

Fótbolti

Kristianstad og Malmö áfram í bikarnum

Sjö leikir fóru fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í sænska boltanum í gær. Íslendingaliðin Kristianstad og LdB Malmö komust áfram í átta liða úrslit keppninnar. Kif Örebro og Djurgården féllu hins vegar úr leik.

Fótbolti

Prandelli íhugar að nota De Rossi í þriggja manna varnarlínu

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Ítalíu í knattspyrnu, veltir alvarlega fyrir sér að stilla Daniele De Rossi upp í þriggja manna varnarlínu liðsins. Prandelli er mikill vandi á höndum en vandræðagangur landsliðsins undanfarnar vikur hefur verið með ólíkindum.

Fótbolti

Joe Cole aftur til Liverpool

Joe Cole mun spila með Liverpool á næstu leiktíð en Englendingurinn var í láni hjá Lille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Cole þekkir vel til nýja knattspyrnustjórans Brendan Rodgers sem var í þjálfarateymi Jose Mourinho er Cole spilaði hjá Chelsea.

Enski boltinn

Frakkar léku sér að Eistunum

Frakkar voru í mun meira stuði í kvöld en þegar þeir tóku á móti Íslendingum um daginn. Að þessu sinni tóku þeir á móti Eistum og völtuðu yfir þá, 4-0.

Fótbolti

Montreal hætt við Ballack og snýr sér að Seedorf

Montreal Impact, sem leikur í MLS-deildinni, segir litlar líkur á því að Þjóðverjinn Michael Ballack gangi til liðs við félagið. Montreal, sem er á sínu fyrsta ári í deildinni, reynir nú eftir fremsta megni að styrkja lið sitt.

Fótbolti

Dave Whelan er grínisti

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með Dave Whelan, stjórnarformann Wigan, og er byrjaður að kalla hann grínista vegna hegðunar sinnar í stjóraleit Liverpool.

Enski boltinn