Fótbolti

Barcelona-miðjutvíeykið: Við stoppum Ronaldo

Spánverjarnir Xavi og Sergio Busquets verða í stóru hlutverki í kvöld þegar Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum á EM í fótbolta. Eitt af mikilvægari verkefnum þeirra í kvöld en að sjá til þess að Cristiano Ronaldo leiki ekki lausum hala fyrir framan vörn spænska liðsins.

Fótbolti

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Íslenski boltinn

Guðjón vill nota bikarkeppnina til að koma Grindavík af stað í deildinni

Dregið var í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla nú í hádeginu. Grindvíkingar, sem sitja í neðasta sæti úrvalsdeildarinnar, án sigurs mæta Víkingum í Fossvoginum. Víkingar voru annað af tveimur liðum í pottinum í dag sem leika í næstefstu deild. Það lá því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann telji sína menn ekki hafa verið heppna með andstæðing í næstu umferð.

Íslenski boltinn

Mandzukic fer til Bayern München

Bayern München hefur gengið frá kaupum á króatíska framherjanum Mario Mandzukic en Bayern mun borga VfL Wolsfburg um tólf milljónir evra fyrir leikmanninn. Mandzukic sló í gegn á EM en hann skoraði 3 mörk í 3 leikjum með Króötum í keppninni.

Fótbolti

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn

Nasri baðst afsökunar á twitter-síðu sinni

Samir Nasri ákvað að nota twitter-síðu sína til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni á Evrópumótinu í fótbolta en rifildi hans við blaðamenn og aðstoðarþjálfara franska landsliðsins hafa vakið upp sterk viðbrögð í Frakklandi.

Fótbolti

Capello gagnrýnir Rooney: Skilur hann bara skosku

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga og sá sem átti að stýra liðinu á EM, segist ekki skilja af hverju Wayne Rooney spilar bara vel fyrir Manchester United og sé ekki sami leikmaður þegar hann klæðist enska landsliðsbúningnum.

Enski boltinn

Börsungar vilja Alba en ekki Drogba

Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, gefur lítið fyrir orðróm þess efnis að Dider Drogba sé á leið til félagsins. Hann staðfesti hins vegar að félagið væri á eftir Jordi Alba, vinstri bakverði Valencia.

Fótbolti

Löw: Við þurfum á Schweinsteiger að halda

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að nota Bastian Schweinsteiger í undanúrslitaleiknum á móti Ítölum þótt að miðjumaðurinn sé að glíma við ökklameiðsli. Schweinsteiger gat ekki æft í nokkra daga eftir Grikklandsleikinn en var með á æfingu í gær.

Fótbolti