Fótbolti

Zola tekur við Watford

Giampaolo Pozzo, nýr eigandi enska B-deildarliðsins Watford, segir að munnlegt samkomulag sé um að Gianfranco Zola muni taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Enski boltinn

Stjarnan drógst gegn Breiðabliki

Dregið var í fjórðungsúrslit Borgunarbikarkeppni kvenna nú í hádeginu. Stórslagur umferðarinnar verður viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar í Kópavoginum.

Fótbolti

Owen farinn frá United

Manchester United hefur tilkynnt nöfn fjögurra leikmanna sem hafa yfirgefið félagið. Meðal þeirra eru Michael Owen og Tomasz Kuszczak.

Enski boltinn

Hoffenheim staðfestir brotthvarf Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, hefur staðfest að Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki snúa aftur til liðsins þar sem hann muni senn ganga til liðs í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Iniesta besti leikmaður EM

Spánverjinn Andres Iniesta hefur verið útnefndur besti leikmaður EM í Úkraínu og Póllandi sem lauk í gær með sigri spænska landsliðsins á því ítalska í úrslitaleiknum, 4-0.

Fótbolti

Spænskir fjölmiðlar í sigurvímu

Eins og gefur að skilja hrósa spænsku dagblöðin landsliðinu sínu í hástert fyrir að vinna Evrópumeistaratititlinn í gær og þar með þriðja stórmótið í knattspyrnu í röð.

Fótbolti

Beckham með draumamark og sparkaði í liggjandi mann

David Beckham skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Los Angeles Galaxy gegn San Jose Eartquakes í MLS-deildinni í gær. Gestirnir frá Kaliforníu komust í 3-1 og útlit fyrir að Beckham gæti gengið stoltur frá leiknum og sent skýr skilaboð til Stuart Pearce.

Fótbolti

Prandelli: Reyndum að keyra okkur ekki út

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum svekktur eftir 4-0 tapið gegn Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í Kænugarði í kvöld. Hann var þó stoltur af leikmönnum sínum.

Fótbolti

Del Bosque jafnaði afrek Helmut Schön

Vicente del Bosque þjálfari Spánar er fyrsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti frá því að Helmut Schön afrekaði það með Vestur-Þýskalandi á EM 1972 og HM 1976.

Fótbolti

Torres fær gullskóinn

Fernando Torres varð markakóngur Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu með þrjú mörk en hann skoraði þriðja mark Spánar gegn Ítalíu í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Torres lagði auk þess fjórða markið upp sem Juan Mata skoraði.

Fótbolti

Guðjón: Snýst ekki um mitt egó

Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur er sannfærður um að það styttist í 100. sigur hans í efstu deild en ekki kom hann þegar lærisveinar Guðjóns steinlágu gegn KR 4-1 á KR-vellinum í dag.

Fótbolti

Rúnar: Bjóst við meiru frá Grindavík

Rúnar Kristinsson þjálfari KR vildi ekki meina að sigurinn á Grindavík í dag hafi verið auveldur þó liðið hafi sigrað 4-1 og fengið fjölmörg færi til að skora enn fleiri mörk. Engu að síður átti hann von á betri leik frá Grindavík.

Fótbolti

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Enski boltinn

Heldur sigurganga Spánar áfram

Hér á árum áður var oft talað um Spán sem næstum því lið, lið skipað frábærum leikmönnum sem aldrei vann neitt. Nú er öldin önnur því Spánn er handhafi Evrópu- og Heimsmeistaratitlanna og getur því sigrað þriðja stórmótið í röð sigri liðið Ítalíu í úrslitaleiknum.

Fótbolti

Prandelli ánægður með Balotelli

Cesare Prandelli þjálfari Ítalíu er mjög ánægður með framgöngu framherjans uppátækjasama Mario Balotelli á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi. Þjálfarinn segir Balotelli í góðu ásigkomulagi fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni í kvöld.

Fótbolti

Hvarflaði aldrei að Spáni að slá Ítalíu út

Spánn hefði getað slegið Ítalíu út úr Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi með því að gera 2-2 jafntefli við Króatíu í síðustu umferð C-riðils. Spánn vann leikinn 1-0 og vann þar með riðilinn og Ítalía náði öðru sætinu á kostnað Króatíu. Spánn og Ítalía mætast í úrslitaleik EM í kvöld klukkan 18:45.

Fótbolti