Fótbolti

Stjörnukonur misstu niður 2-0 forskot í Eyjum - Danka með tvö fyrir ÍBV

ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í toppslag í 8. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en bæði lið hafa verið að ná góðum úrslitum í undanförnum leikjum sínum. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik en ÍBV-liðinu tókst að tryggja sér eitt stig í þeim síðari. Danka Podovac var hetja Eyjaliðsins en hún skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0

Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu.

Íslenski boltinn

Beckham mögulega varamaður

Stuart Pearce, þjálfari breska Ólympíuliðsins í knattspyrnu, segir það koma til greina að David Beckham verði kallaður inn í liðið ef aðrir leikmenn í liðinu forfallast.

Fótbolti

Carlos Alberto: Það færi 1-1 hjá Brasilíu 1970 og Spáni 2012

Spánverjar unnu í gær þriðja stórmótið í röð og í kjölfarið hafa margir lýst því yfir að þarna sé á ferðinni besta fótboltalandslið allra tíma. Árangur liðsins er einstakur en flestir knattspyrnuspekingar hafa staldrað við brasilíska landsliðið frá HM 1970 þegar kemur að því útnefna besta fótboltalandslið allra tíma.

Fótbolti

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti

Alfreð skoraði þrennu fyrir Helsingborg í kvöld

Alfreð Finnbogason var maðurinn á bak við 4-1 sigur Helsingborg á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en hann skoraði þrennu í leiknum. Helsingborg er í 3. sæti deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Elfsborg.

Fótbolti