Fótbolti

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Fótbolti

Eusebio eyðir líklega jólunum á sjúkrahúsi

Knattspyrnugoðsögnin Eusebio mun væntanlega þurfa að eyða jólunum á sjúkrahúsi í Lissabon en það þurfti að leggja hann í gær vegna slæmrar lungnabólgu. Eusebio er ekki í lífshættu en læknar vonast til þess að hann nái sér að fullu.

Fótbolti

Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.

Íslenski boltinn

Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur fengið tilboð frá þremur liðum í sænsku úrvalsdeildinni og ætlar að taka næstu vikuna til að fara yfir þau. Hún á von á því að taka ákvörðun fyrir áramót og segir að það liggi nokkuð ljóst fyrir að hún sé á leið frá Val.

Íslenski boltinn

Jones í myndatöku á morgun | Young frá í 2-3 vikur

Ekki er víst að Phil Jones sé kjálkabrotinn eins og fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum í kvöld. Jones þurfti að fara meiddur af velli í 5-0 sigri Manchester United á Fulham en Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann muni fara í myndatöku á morgun.

Enski boltinn