Fótbolti Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Íslenski boltinn 9.8.2012 14:09 Baldock verður í herbúðum ÍBV út ágústmánuð George Baldock, sem hefur leikið með ÍBV í Pepsi-deild karla að undanförnu mun leika með liðinu út ágústmánuð. Talið var að enski miðjumaðurinn færi af landi brott í þessari viku en Eyjamenn fá að njóta krafta hans í nokkrar vikur til viðbótar. Eyjafréttir greina frá. Íslenski boltinn 9.8.2012 13:45 Mourinho ætlar ekki að selja Kaka á útsöluverði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Kaka geti yfirgefið liðið ef rétt verð fæst fyrir Brasilíumanninn. Kaka fór á kostum með Spánarmeistaraliðinu í vináttuleik gegn AC Milan þar sem að Real Madrid hafði betur 5-1 en Kaka hefur verið orðaður við sitt gamla lið, AC Milan. Fótbolti 9.8.2012 11:00 Ferguson vonast til þess að landa Robin van Persie Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í vitðali á heimasíðu félagsins að liðið hafi gert formlegt kauptilboð í hollenska framherjann Robin van Persie. Man Utd náði ekki að kaupa Brasilíumanninn Lucas Moura sem er á leið til PSG í Frakklandi og Ferguson vonast til þess að kaupin á Robin van Persie gangi upp. Enski boltinn 9.8.2012 10:30 Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Ólafur Þórðarson Ólafur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Víkings í 1. deild karla, var í aðalhlutverki í ellismellinum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Þar var birt bútur úr viðtali sem tekið var við Ólaf árið 1996 þegar hann hætti að leika með íslenska landsliðinu. Íslenski boltinn 9.8.2012 09:15 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 14. umferð Það var mikið skorað af mörkum í gærkvöld þegar 14. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta fór fram, alls 27 mörk. Að venju var farið yfir gang mála í öllum leikjunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Öll mörkin má sjá með því að smella á örina hér fyrir ofan. Íslenski boltinn 9.8.2012 09:00 ÍBV riftir samningi sínum við Eyþór Helga | Tryggvi í ótímabundið agabann Knattspyrnudeild ÍBV sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi ákveðið að rifta samningi sínum við Eyþór Helga Birgisson. Þá hefur Tryggvi Guðmundsson verið settur í ótímabundið bann hjá félaginu. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:56 Garðar með bæði mörk Skagamanna í sigri á Fylki - myndir Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamann í sigri á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins þar af sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:52 Chijindu tryggði Þór þrjú stig á Egilsstöðum Chukwudi Chijindu skoraði sigurmark Þórs gegn Hetti þremur mínútum fyrir leikslok í frestuðum leik í 1. deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:22 United klikkaði á öllum vítunum sínum og Barca vann Barcelona vann Manchester United í æfingaleik liðanna í Gautaborg í kvöld. Úrslitin réðust í vítakeppni eftir markalaust jafntefli. Enski boltinn 8.8.2012 20:21 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Selfoss 5-2 | Atli Guðna með þrennu FH-ingar eru komnir á toppinn í Pepsi-deild karla eftir 5-2 sigur á Selfossi á Kaplakrikavellinum í kvöld en auk þess að vera með tveggja stiga forystu á KR-inga þá á FH-liðið einnig leik inni. Atli Guðnason skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson var með tvö mörk. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:30 PSG búið að kaupa Moura - fer til Frakklands í janúar Franska félagið Paris Saint-Germain er búið að ganga frá kaupum á brasilíska sóknarmanninum Lucas Moura frá Sao Paulo en hann hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar. Manchester United missti af kappanum á lokasprettinum en enska stórliðið átti ekki svar við peningamönnunum í PSG. Fótbolti 8.8.2012 18:25 Alfreð lagði upp öll þrjú mörkin í stórsigri Helsingborg Alfreð Finnbogason og félagar í sænska liðinu Helsingborg komust í kvöld áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 heimasigur á pólska liðinu Slask Wroclaw. Helsingborg vann fyrri leikinn 3-0 og þar með 6-1 samanlagt. Fótbolti 8.8.2012 17:57 Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 8.8.2012 15:36 Bellamy á leið frá Liverpool | Vill komast til Cardiff Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Craig Bellamy vilji yfirgefa félagið. Bellamy hyggur á heimaslóðir í Cardiff. Enski boltinn 8.8.2012 15:30 Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum. Íslenski boltinn 8.8.2012 12:57 Karlalandsliðið fellur um eitt sæti á FIFA-listanum Styrkleikalisti FIFA var uppfærður í dag. Íslenska karlalandsliðið fellur um eitt sæti frá því í síðasta mánuði þótt liðið hafi ekki spilað neinn leik á tímabilinu. Fótbolti 8.8.2012 11:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4 Blikar sýndu ótrúlegan karakter í 4-3 sigri á Val í leik liðanna í í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Vodafonevellinum í kvöld. Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins en þeir misstu markvörð sinn Ingvar Þór Kale að velli með rautt spjald á 66. mínútu. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 2-0 | Hannes sá rautt Eyjamenn komust aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla með því að vinna 2-0 heimasigur á toppliði KR á Hásteinsvellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fram 2-2 Grindavík náði mikilvægu 2-2 jafntefli gegn Fram á heimavelli í kvöld. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram tvisvar yfir í leiknum en Iain James Williamson og Hafþór Ægir Vilhljálmsson jöfnuðu jafn oft. Hafþór jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir en allt benti til þess að Fram myndi innbyrða sanngjarnan sigur. Enn munar því sex stigum á liðunum í fallbaráttunni. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Keflavík 1-3 Keflvíkingar unnu flottan 3-1 sigur á Stjörnunni í 15. umferð Pepsi deild karla í kvöld. Með þessu lyfta þeir sér upp í fimmta sæti, aðeins stigi á eftir Stjörnunni. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01 Heiðar skoraði sigurmark Cardiff Heiðar Helguson skoraði sigurmark Cardiff í 2-1 sigri á C-deildarliði Bournemouth í æfingaleik í kvöld. Enski boltinn 7.8.2012 21:30 Damiao með tvö og Brassar í úrslit Brasilía tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum með 3-0 sigri á Suður-Kóreu. Fótbolti 7.8.2012 20:48 David Villa í leikmannahópi Barcelona fyrir United-leikinn David Villa er kominn í leikmannahóp Barcelona í fyrsta sinn í átta mánuði en spænski landsliðsframherjinn verður með liðinu í æfingaleikjum á móti Manchester United í Gautaborg á morgun og Dinamo Búkarest þremur dögum síðar. Leikur Manchester United og Barcelona verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Fótbolti 7.8.2012 18:45 Suarez með nýjan langtímasamning við Liverpool Úrúgvæinn Luis Suarez hefur gengið frá langtímasamningi við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Frá þessu er greint á opinberri heimasíðu félagsins. Enski boltinn 7.8.2012 17:16 Arshavin á leið til Tyrklands? - orðaður við Galatasaray Andrei Arshavin, fyrirliði rússneska landsliðsins, er á leiðinni í burtu frá Arsenal og nýjustu fréttirnar eru að hann ætli að reyna fyrir sér í tyrknesku deildinni. Enski boltinn 7.8.2012 16:30 Skilaboð Rio til Usain Bolt: Ég skal tala við stjórann Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér gullið í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í London og er þegar byrjaður í undanrásum fyrir 200 metra hlaupið. Eftir 100 metra hlaupið ítrekaði Bolt þá ósk sína að fá að komast til reynslu hjá Manchester United. Enski boltinn 7.8.2012 15:45 Sky Sports: Juventus vill fá bæði Luis Suarez og Robin van Persie Sky Sports hefur heimildir fyrir því að ítölsku meistararnir í Juventus séu með það sem markmið að stilla upp framherjaparinu Luis Suarez og Robin van Persie. Það hefur gengið á ýmsu hjá Suarez í Liverpool og fátt kemur í veg fyrir að Robin van Persie yfirgefi Arsenal. Fótbolti 7.8.2012 13:45 « ‹ ›
Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Íslenski boltinn 9.8.2012 14:09
Baldock verður í herbúðum ÍBV út ágústmánuð George Baldock, sem hefur leikið með ÍBV í Pepsi-deild karla að undanförnu mun leika með liðinu út ágústmánuð. Talið var að enski miðjumaðurinn færi af landi brott í þessari viku en Eyjamenn fá að njóta krafta hans í nokkrar vikur til viðbótar. Eyjafréttir greina frá. Íslenski boltinn 9.8.2012 13:45
Mourinho ætlar ekki að selja Kaka á útsöluverði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Kaka geti yfirgefið liðið ef rétt verð fæst fyrir Brasilíumanninn. Kaka fór á kostum með Spánarmeistaraliðinu í vináttuleik gegn AC Milan þar sem að Real Madrid hafði betur 5-1 en Kaka hefur verið orðaður við sitt gamla lið, AC Milan. Fótbolti 9.8.2012 11:00
Ferguson vonast til þess að landa Robin van Persie Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í vitðali á heimasíðu félagsins að liðið hafi gert formlegt kauptilboð í hollenska framherjann Robin van Persie. Man Utd náði ekki að kaupa Brasilíumanninn Lucas Moura sem er á leið til PSG í Frakklandi og Ferguson vonast til þess að kaupin á Robin van Persie gangi upp. Enski boltinn 9.8.2012 10:30
Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Ólafur Þórðarson Ólafur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Víkings í 1. deild karla, var í aðalhlutverki í ellismellinum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Þar var birt bútur úr viðtali sem tekið var við Ólaf árið 1996 þegar hann hætti að leika með íslenska landsliðinu. Íslenski boltinn 9.8.2012 09:15
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 14. umferð Það var mikið skorað af mörkum í gærkvöld þegar 14. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta fór fram, alls 27 mörk. Að venju var farið yfir gang mála í öllum leikjunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Öll mörkin má sjá með því að smella á örina hér fyrir ofan. Íslenski boltinn 9.8.2012 09:00
ÍBV riftir samningi sínum við Eyþór Helga | Tryggvi í ótímabundið agabann Knattspyrnudeild ÍBV sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi ákveðið að rifta samningi sínum við Eyþór Helga Birgisson. Þá hefur Tryggvi Guðmundsson verið settur í ótímabundið bann hjá félaginu. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:56
Garðar með bæði mörk Skagamanna í sigri á Fylki - myndir Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamann í sigri á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins þar af sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:52
Chijindu tryggði Þór þrjú stig á Egilsstöðum Chukwudi Chijindu skoraði sigurmark Þórs gegn Hetti þremur mínútum fyrir leikslok í frestuðum leik í 1. deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 8.8.2012 22:22
United klikkaði á öllum vítunum sínum og Barca vann Barcelona vann Manchester United í æfingaleik liðanna í Gautaborg í kvöld. Úrslitin réðust í vítakeppni eftir markalaust jafntefli. Enski boltinn 8.8.2012 20:21
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Selfoss 5-2 | Atli Guðna með þrennu FH-ingar eru komnir á toppinn í Pepsi-deild karla eftir 5-2 sigur á Selfossi á Kaplakrikavellinum í kvöld en auk þess að vera með tveggja stiga forystu á KR-inga þá á FH-liðið einnig leik inni. Atli Guðnason skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson var með tvö mörk. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 8.8.2012 18:30
PSG búið að kaupa Moura - fer til Frakklands í janúar Franska félagið Paris Saint-Germain er búið að ganga frá kaupum á brasilíska sóknarmanninum Lucas Moura frá Sao Paulo en hann hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar. Manchester United missti af kappanum á lokasprettinum en enska stórliðið átti ekki svar við peningamönnunum í PSG. Fótbolti 8.8.2012 18:25
Alfreð lagði upp öll þrjú mörkin í stórsigri Helsingborg Alfreð Finnbogason og félagar í sænska liðinu Helsingborg komust í kvöld áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 heimasigur á pólska liðinu Slask Wroclaw. Helsingborg vann fyrri leikinn 3-0 og þar með 6-1 samanlagt. Fótbolti 8.8.2012 17:57
Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 8.8.2012 15:36
Bellamy á leið frá Liverpool | Vill komast til Cardiff Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Craig Bellamy vilji yfirgefa félagið. Bellamy hyggur á heimaslóðir í Cardiff. Enski boltinn 8.8.2012 15:30
Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum. Íslenski boltinn 8.8.2012 12:57
Karlalandsliðið fellur um eitt sæti á FIFA-listanum Styrkleikalisti FIFA var uppfærður í dag. Íslenska karlalandsliðið fellur um eitt sæti frá því í síðasta mánuði þótt liðið hafi ekki spilað neinn leik á tímabilinu. Fótbolti 8.8.2012 11:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4 Blikar sýndu ótrúlegan karakter í 4-3 sigri á Val í leik liðanna í í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Vodafonevellinum í kvöld. Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins en þeir misstu markvörð sinn Ingvar Þór Kale að velli með rautt spjald á 66. mínútu. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 2-0 | Hannes sá rautt Eyjamenn komust aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla með því að vinna 2-0 heimasigur á toppliði KR á Hásteinsvellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fram 2-2 Grindavík náði mikilvægu 2-2 jafntefli gegn Fram á heimavelli í kvöld. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram tvisvar yfir í leiknum en Iain James Williamson og Hafþór Ægir Vilhljálmsson jöfnuðu jafn oft. Hafþór jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir en allt benti til þess að Fram myndi innbyrða sanngjarnan sigur. Enn munar því sex stigum á liðunum í fallbaráttunni. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Keflavík 1-3 Keflvíkingar unnu flottan 3-1 sigur á Stjörnunni í 15. umferð Pepsi deild karla í kvöld. Með þessu lyfta þeir sér upp í fimmta sæti, aðeins stigi á eftir Stjörnunni. Íslenski boltinn 8.8.2012 00:01
Heiðar skoraði sigurmark Cardiff Heiðar Helguson skoraði sigurmark Cardiff í 2-1 sigri á C-deildarliði Bournemouth í æfingaleik í kvöld. Enski boltinn 7.8.2012 21:30
Damiao með tvö og Brassar í úrslit Brasilía tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum með 3-0 sigri á Suður-Kóreu. Fótbolti 7.8.2012 20:48
David Villa í leikmannahópi Barcelona fyrir United-leikinn David Villa er kominn í leikmannahóp Barcelona í fyrsta sinn í átta mánuði en spænski landsliðsframherjinn verður með liðinu í æfingaleikjum á móti Manchester United í Gautaborg á morgun og Dinamo Búkarest þremur dögum síðar. Leikur Manchester United og Barcelona verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Fótbolti 7.8.2012 18:45
Suarez með nýjan langtímasamning við Liverpool Úrúgvæinn Luis Suarez hefur gengið frá langtímasamningi við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Frá þessu er greint á opinberri heimasíðu félagsins. Enski boltinn 7.8.2012 17:16
Arshavin á leið til Tyrklands? - orðaður við Galatasaray Andrei Arshavin, fyrirliði rússneska landsliðsins, er á leiðinni í burtu frá Arsenal og nýjustu fréttirnar eru að hann ætli að reyna fyrir sér í tyrknesku deildinni. Enski boltinn 7.8.2012 16:30
Skilaboð Rio til Usain Bolt: Ég skal tala við stjórann Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér gullið í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í London og er þegar byrjaður í undanrásum fyrir 200 metra hlaupið. Eftir 100 metra hlaupið ítrekaði Bolt þá ósk sína að fá að komast til reynslu hjá Manchester United. Enski boltinn 7.8.2012 15:45
Sky Sports: Juventus vill fá bæði Luis Suarez og Robin van Persie Sky Sports hefur heimildir fyrir því að ítölsku meistararnir í Juventus séu með það sem markmið að stilla upp framherjaparinu Luis Suarez og Robin van Persie. Það hefur gengið á ýmsu hjá Suarez í Liverpool og fátt kemur í veg fyrir að Robin van Persie yfirgefi Arsenal. Fótbolti 7.8.2012 13:45