Fótbolti KR fallið úr efstu deild kvenna | Öll úrslit kvöldsins KR féll úr efstu deild kvenna í kvöld en liðið hafði verið samfleytt í deild þeirra bestu frá árinu 1981. ÍBV náði svo öðru sætinu af Stjörnunni. Íslenski boltinn 4.9.2012 19:58 Tevez: Ég hafði gott af deilunum við Mancini Carlos Tevez telur að deilur hans við stjórann Roberto Mancini á síðasta tímabili komi til með að hjálpa honum á þessu tímabili. Tevez er búinn að skora 3 mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.9.2012 19:00 Zola: Hazard hefur þetta allt saman Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4.9.2012 18:15 Owen búinn að semja við Stoke Ekkert verður af því að Michael Owen gangi í raðir Liverpool því hann er búinn að skrifa undir samning við Stoke City. Enski boltinn 4.9.2012 17:22 Javi García: Manchester City er stærsta félagið í Englandi Javi Garcia er nýjasti leikmaðurinn hjá Manchester City en ensku meistararnir keyptu hann frá Benfica á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 15,8 milljónir punda. Garcia var ekki löglegur fyrir leikinn á móti QPR um síðustu helgi og fær því góðan tíma í landsleikjahléinu til að kynnast öllu hjá City fyrir fyrsta leik sinn með liðinu. Enski boltinn 4.9.2012 16:45 Kayle Grimsley: Ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 4.9.2012 15:30 Barcelona vill semja við Messi til loka ferilsins Samkvæmt spænska dagblaðinu AS hefur Sandro Rosell, forseti Barcelona, hug á að gera samning við Lionel Messi sem tryggir að leikmaðurinn spili með félaginu til loka ferilsins. Fótbolti 4.9.2012 14:45 Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:56 Jóhann og Guðjón tóku sáttafund á Hamborgarafabrikunni Þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðjón Árni Antoníusson hittust nú í hádeginu þar sem þeir tókust í hendur eftir ósætti gærkvöldsins. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:42 Grétar Rafn: Fagleg umgjörð hjá landsliðinu í fyrsta sinn í mörg ár Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:22 Frekjukast hjá Cristiano Enrique Perez Diaz, einnig þekktur sem Pachin, gefur lítið fyrir lætin í kringum Cristiano Ronaldo. Fótbolti 4.9.2012 13:00 Verður Þór/KA Íslandsmeistari? | Akureyringum boðið á völlinn Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna þegar liðið tekur á móti Selfossi í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri tryggir félagið sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Íslenski boltinn 4.9.2012 12:15 Kolbeinn enn í Hollandi | Fer í læknisskoðun á morgun Kolbeinn Sigþórsson er enn í Hollandi og mun á morgun hitta sérfræðing til að meta meiðsli hans. Ísland leikur gegn Noregi á föstudagskvöldið. Íslenski boltinn 4.9.2012 12:11 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day. Íslenski boltinn 4.9.2012 11:30 Ummæli Villas-Boas komu Deschamps á óvart Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, vildi ekki láta draga sig í deilur við Andre Villas-Boas, stjóra Tottenham, vegna ummæla þess síðarnefnda um Hugo Lloris. Fótbolti 4.9.2012 10:53 Witsel fylgdi í fótspor Hulk Rússnesku meistararnir í Zenit frá St. Pétursborg voru duglegir á félagaskiptamarkaðnum í gær en auk Hulk keypti liðið belgíska miðjumanninn Axel Witsel. Fótbolti 4.9.2012 10:45 Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 18. umferð í heild sinni á Vísi Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 18. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins. Íslenski boltinn 4.9.2012 10:15 Owen velur sér félag á morgun Michael Owen hefur gefið sterka vísbendingu um að hann muni velja sér nýtt félag á morgun, miðvikudag. Enski boltinn 4.9.2012 09:52 Jóhann Birnir bað Guðjón Árna afsökunar Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frá sér afsökunarbeiðni seint í gærkvöldi þar sem hann bað Guðjón Árna Antoníusson afsökunar á ummælum sínum. Íslenski boltinn 4.9.2012 08:56 Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Íslenski boltinn 4.9.2012 07:00 Leikmaður City grunaður um að hafa valdið dauðaslysi Courtney Meppen-Walter, leikmaður Manchester City, var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi valdið dauða tveggja einstaklinga með glæfraakstri. Enski boltinn 3.9.2012 23:30 Meireles seldur til Tyrklands Tyrkneska liðið Fenerbahce hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Raul Meireles frá Chelsea. Enski boltinn 3.9.2012 22:30 FH nálgast titilinn - myndir FH-ingar færðust skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er þeir unnu sannfærandi sigur á Keflvíkingum í Krikanum. Íslenski boltinn 3.9.2012 22:15 Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt "Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk. Íslenski boltinn 3.9.2012 21:01 Hulk semur við Zenit Brasilíumaðurinn eftirsótti hjá Porto, Hulk, varð vellauðugur maður í dag er hann skrifaði undir fimm ára samning við rússneska félagið Zenit St. Petersburg. Fótbolti 3.9.2012 19:40 Enn eitt tapið hjá Stabæk-liðinu Staða Stabæk á botni norsku úrvalsdeildinni batnaði ekki í kvöld eftir 0-2 tap á heimavelli á móti Rosenborg. Þetta var 17. tap Stabæk liðsins í 21 leik á tímabilinu og liðið situr eitt á botninum tíu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti 3.9.2012 18:57 Eriksson kominn til Tælands Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimála hjá tælenska félaginu BEC Tero Sasana. Enski boltinn 3.9.2012 18:15 Falcao hefur alltaf elskað Chelsea Faðir Radamel Falcao segir að það sé draumur kappans að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3.9.2012 18:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0 FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0. Íslenski boltinn 3.9.2012 17:15 FCK búið að kaupa Rúrik Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var í dag keyptur frá OB til danska stórliðsins FCK sem Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson leika með. Rúrik hefur verið að leika vel fyrir OB og það fór ekki fram hjá forráðamönnum FCK sem hafa gert fjögurra ára samning við Rúrik. Fótbolti 3.9.2012 17:08 « ‹ ›
KR fallið úr efstu deild kvenna | Öll úrslit kvöldsins KR féll úr efstu deild kvenna í kvöld en liðið hafði verið samfleytt í deild þeirra bestu frá árinu 1981. ÍBV náði svo öðru sætinu af Stjörnunni. Íslenski boltinn 4.9.2012 19:58
Tevez: Ég hafði gott af deilunum við Mancini Carlos Tevez telur að deilur hans við stjórann Roberto Mancini á síðasta tímabili komi til með að hjálpa honum á þessu tímabili. Tevez er búinn að skora 3 mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.9.2012 19:00
Zola: Hazard hefur þetta allt saman Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4.9.2012 18:15
Owen búinn að semja við Stoke Ekkert verður af því að Michael Owen gangi í raðir Liverpool því hann er búinn að skrifa undir samning við Stoke City. Enski boltinn 4.9.2012 17:22
Javi García: Manchester City er stærsta félagið í Englandi Javi Garcia er nýjasti leikmaðurinn hjá Manchester City en ensku meistararnir keyptu hann frá Benfica á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 15,8 milljónir punda. Garcia var ekki löglegur fyrir leikinn á móti QPR um síðustu helgi og fær því góðan tíma í landsleikjahléinu til að kynnast öllu hjá City fyrir fyrsta leik sinn með liðinu. Enski boltinn 4.9.2012 16:45
Kayle Grimsley: Ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 4.9.2012 15:30
Barcelona vill semja við Messi til loka ferilsins Samkvæmt spænska dagblaðinu AS hefur Sandro Rosell, forseti Barcelona, hug á að gera samning við Lionel Messi sem tryggir að leikmaðurinn spili með félaginu til loka ferilsins. Fótbolti 4.9.2012 14:45
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:56
Jóhann og Guðjón tóku sáttafund á Hamborgarafabrikunni Þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðjón Árni Antoníusson hittust nú í hádeginu þar sem þeir tókust í hendur eftir ósætti gærkvöldsins. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:42
Grétar Rafn: Fagleg umgjörð hjá landsliðinu í fyrsta sinn í mörg ár Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Íslenski boltinn 4.9.2012 13:22
Frekjukast hjá Cristiano Enrique Perez Diaz, einnig þekktur sem Pachin, gefur lítið fyrir lætin í kringum Cristiano Ronaldo. Fótbolti 4.9.2012 13:00
Verður Þór/KA Íslandsmeistari? | Akureyringum boðið á völlinn Þór/KA getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna þegar liðið tekur á móti Selfossi í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri tryggir félagið sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Íslenski boltinn 4.9.2012 12:15
Kolbeinn enn í Hollandi | Fer í læknisskoðun á morgun Kolbeinn Sigþórsson er enn í Hollandi og mun á morgun hitta sérfræðing til að meta meiðsli hans. Ísland leikur gegn Noregi á föstudagskvöldið. Íslenski boltinn 4.9.2012 12:11
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day. Íslenski boltinn 4.9.2012 11:30
Ummæli Villas-Boas komu Deschamps á óvart Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, vildi ekki láta draga sig í deilur við Andre Villas-Boas, stjóra Tottenham, vegna ummæla þess síðarnefnda um Hugo Lloris. Fótbolti 4.9.2012 10:53
Witsel fylgdi í fótspor Hulk Rússnesku meistararnir í Zenit frá St. Pétursborg voru duglegir á félagaskiptamarkaðnum í gær en auk Hulk keypti liðið belgíska miðjumanninn Axel Witsel. Fótbolti 4.9.2012 10:45
Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 18. umferð í heild sinni á Vísi Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 18. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins. Íslenski boltinn 4.9.2012 10:15
Owen velur sér félag á morgun Michael Owen hefur gefið sterka vísbendingu um að hann muni velja sér nýtt félag á morgun, miðvikudag. Enski boltinn 4.9.2012 09:52
Jóhann Birnir bað Guðjón Árna afsökunar Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frá sér afsökunarbeiðni seint í gærkvöldi þar sem hann bað Guðjón Árna Antoníusson afsökunar á ummælum sínum. Íslenski boltinn 4.9.2012 08:56
Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Íslenski boltinn 4.9.2012 07:00
Leikmaður City grunaður um að hafa valdið dauðaslysi Courtney Meppen-Walter, leikmaður Manchester City, var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi valdið dauða tveggja einstaklinga með glæfraakstri. Enski boltinn 3.9.2012 23:30
Meireles seldur til Tyrklands Tyrkneska liðið Fenerbahce hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Raul Meireles frá Chelsea. Enski boltinn 3.9.2012 22:30
FH nálgast titilinn - myndir FH-ingar færðust skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er þeir unnu sannfærandi sigur á Keflvíkingum í Krikanum. Íslenski boltinn 3.9.2012 22:15
Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt "Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk. Íslenski boltinn 3.9.2012 21:01
Hulk semur við Zenit Brasilíumaðurinn eftirsótti hjá Porto, Hulk, varð vellauðugur maður í dag er hann skrifaði undir fimm ára samning við rússneska félagið Zenit St. Petersburg. Fótbolti 3.9.2012 19:40
Enn eitt tapið hjá Stabæk-liðinu Staða Stabæk á botni norsku úrvalsdeildinni batnaði ekki í kvöld eftir 0-2 tap á heimavelli á móti Rosenborg. Þetta var 17. tap Stabæk liðsins í 21 leik á tímabilinu og liðið situr eitt á botninum tíu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti 3.9.2012 18:57
Eriksson kominn til Tælands Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur verið ráðinn yfirmaður tæknimála hjá tælenska félaginu BEC Tero Sasana. Enski boltinn 3.9.2012 18:15
Falcao hefur alltaf elskað Chelsea Faðir Radamel Falcao segir að það sé draumur kappans að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3.9.2012 18:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0 FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0. Íslenski boltinn 3.9.2012 17:15
FCK búið að kaupa Rúrik Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var í dag keyptur frá OB til danska stórliðsins FCK sem Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson leika með. Rúrik hefur verið að leika vel fyrir OB og það fór ekki fram hjá forráðamönnum FCK sem hafa gert fjögurra ára samning við Rúrik. Fótbolti 3.9.2012 17:08