Fótbolti

Tevez: Ég hafði gott af deilunum við Mancini

Carlos Tevez telur að deilur hans við stjórann Roberto Mancini á síðasta tímabili komi til með að hjálpa honum á þessu tímabili. Tevez er búinn að skora 3 mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Zola: Hazard hefur þetta allt saman

Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Javi García: Manchester City er stærsta félagið í Englandi

Javi Garcia er nýjasti leikmaðurinn hjá Manchester City en ensku meistararnir keyptu hann frá Benfica á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 15,8 milljónir punda. Garcia var ekki löglegur fyrir leikinn á móti QPR um síðustu helgi og fær því góðan tíma í landsleikjahléinu til að kynnast öllu hjá City fyrir fyrsta leik sinn með liðinu.

Enski boltinn

Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day.

Íslenski boltinn

Witsel fylgdi í fótspor Hulk

Rússnesku meistararnir í Zenit frá St. Pétursborg voru duglegir á félagaskiptamarkaðnum í gær en auk Hulk keypti liðið belgíska miðjumanninn Axel Witsel.

Fótbolti

Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar

Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Íslenski boltinn

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

"Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.

Íslenski boltinn

Hulk semur við Zenit

Brasilíumaðurinn eftirsótti hjá Porto, Hulk, varð vellauðugur maður í dag er hann skrifaði undir fimm ára samning við rússneska félagið Zenit St. Petersburg.

Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Stabæk-liðinu

Staða Stabæk á botni norsku úrvalsdeildinni batnaði ekki í kvöld eftir 0-2 tap á heimavelli á móti Rosenborg. Þetta var 17. tap Stabæk liðsins í 21 leik á tímabilinu og liðið situr eitt á botninum tíu stigum frá öruggu sæti.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0

FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0.

Íslenski boltinn

FCK búið að kaupa Rúrik

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var í dag keyptur frá OB til danska stórliðsins FCK sem Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson leika með. Rúrik hefur verið að leika vel fyrir OB og það fór ekki fram hjá forráðamönnum FCK sem hafa gert fjögurra ára samning við Rúrik.

Fótbolti