Fótbolti

Aron: Erum betur undirbúnir

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að það hafi ýmislegt breyst með tilkomu landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Noregur 2-0

Íslenska landsliðið í knattspyrnu byrjar með látum í undankeppni HM 2014 því Norðmenn voru lagðir að velli í Dalnum í kvöld. Fyrsti sigur Íslands á Noregi í 25 ár og einnig fyrsti sigur íslenska landsliðsþjálfarans, Lars Lagerbäck, á Noregi á hans langa ferli.

Fótbolti

England valtaði yfir Moldóva

Lærisveinar Roy Hodgson í enska landsliðinu voru heldur betur á skotskónum í kvöld er þeir sóttu Moldóva heim. England með mikla yfirburði og vann sannfærandi sigur, 0-5.

Fótbolti

Lagerbäck: Gylfi er sérstakur leikmaður

Ísland mætir í kvöld Noregi í fyrstu umferð undankeppni HM 2014. Þetta verður fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck og mun hann freista þess að verða fyrsti þjálfari íslenska landsliðsins í 22 ár sem vinnur fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni stórmóts.

Fótbolti

Alfreð: Ég get spilað með hvaða leikmanni sem er

Alfreð Finnbogason vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði Íslands gegn Noregi, sérstaklega þar sem Kolbeinn Sigþórsson er fjarverandi vegna meiðsla. Alfreð hefur gert það gott í sumar, fyrst með sænska liðinu Helsingborg og svo með Heerenveen í Hollandi þar sem hann er nú.

Fótbolti

Finnum fyrir auknum áhuga

Aron Einar Gunnarsson neitar því ekki að það verði sérstök stund fyrir sig að leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll í sínum fyrsta mótsleik sem fyrirliði.

Fótbolti

Lagerbäck hefur aldrei unnið Noreg

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, stýrði sænska landsliðinu í níu ár, fyrst með Tommy Söderberg frá 2000 til 2004 og svo einn frá 2004 til 2009. Svíar unnu 57 af 131 leik undir hans stjórn en tókst þó ekki að vinna Norðmenn í þau fjögur skipti sem þjóðirnar mættust á þessum tíma.

Fótbolti

Sammer: Robben er eigingjarn leikmaður

Stjórnarmenn hjá Bayern München eru ekkert mikið fyrir að sleikja sína leikmenn upp og nú hefur einn þeirra, Matthias Sammer, lýst því yfir að Arjen Robben sé eigingjarn og ekkert leiðtogaefni.

Fótbolti

Bendtner þarf að léttast til að fá að spila með Juve

Danski framherjinn Nicklas Bendtner er kominn til ítalska félagsins Juventus en það er ekki öruggt að hann fái að spila með liðinu strax. Danska blaðið Tipsbladet hefur heimildir fyrir því að hann fá ekki að spila með ítölsku meisturunum fyrr en hann létti sig.

Fótbolti

Kristinn dæmir í Svartfjallalandi á morgun

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á morgun. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti

Del Piero hafnaði Liverpool vegna Heysel-harmleiksins

Alessandro Del Piero gerði í gær samning við ástralska félagið Sydney FC en áður en þessi Juventus-goðsögn ákvað að skella sér hinum megin á hnöttinn til þess að spila fótbolta reyndi Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, að fá hann á Anfield.

Enski boltinn