Fótbolti

Terry má spila með Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segir að John Terry sé enn löglegur með liði Chelsea þó svo búið sé að dæma leikmanninn í fjögurra leikja bann.

Enski boltinn

Börsungar geta náð vænni forystu

Tvö af bestu knattspyrnuliðum heims, Barcelona og Real Madrid, eigast við kl. 17.50 á sunnudag þegar þessi risar mætast í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Nou Camp, heimavelli Barcelona.

Fótbolti

Framtíð landsliðsins björt

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann.

Íslenski boltinn

Malmö stoppaði Gunnar Heiðar

Norrköping tapaði 2-0 á útivelli á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Malmö komst fyrir vikið upp að hlið Elfsborg á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Bannið hjá þjálfara Juventus stytt um sex mánuði

Antonio Conte, þjálfari Juventus, var dæmdur í tíu mánaða bann fyrir tímabilið vegna þess að hann tilkynnti ekki um það þegar leikmenn hans hagræddu úrslitum þegar hann þjálfaði Siena tímabilið 2010-11. Íþróttadómstóll Ítalíu hefur nú stytt bannið um sex mánuði.

Fótbolti

Enginn vafi um sekt Terry

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér rökstuðning vegna fjögurra leikja bannsins sem John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.

Enski boltinn

Hodgson biður Rio afsökunar

Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, blaðraði um það í neðanjarðarlest í London að hann myndi ekki velja Rio Ferdinand aftur í enska landsliðið. Hann sér mikið eftir því.

Fótbolti

Arsenal vann Barcelona samanlagt 7-0

Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal fóru auðveldlega inn í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Barcelona í seinni leiknum í dag. Enska liðið vann leikina tvo samanlagt 7-0.

Fótbolti

Brendan Rodgers: Við erum að fá á okkur alltof auðveld mörk

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum ekki sáttur eftir 2-3 tap á móti Udinese í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Anfield. Liverpool komst yfir í leiknum og var með mikla yfirburði stóran hluta hans en skelfilegur kafli í seinni hálfleik fór með leikinn.

Fótbolti

Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við

Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón.

Íslenski boltinn

Margrét Lára skoraði í sigri Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði seinna mark Kristianstad í 2-0 útisigri á Umeå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Kristianstad í röð og annar leikurinn í röð þar sem Margrét Lára er á skotskónum.

Fótbolti