Fótbolti

Lét viskuna ráða að þessu sinni

Markamaskína AGF, Aron Jóhannsson, mun ekki fá tækifæri til þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í komandi leikjum í undankeppni HM. Hann dró sig úr hópnum í gær þar sem hann er að glíma við meiðsli í nára.

Fótbolti

Balotelli beint útaf og í flug

Mario Balotelli var allt annað en sáttur þegar Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City skipti honum útaf eftir 55 mínútur í sigri Englandsmeistaranna á Sunderland í gær. Balotelli fann sér næsta lausa flug til Ítalíu og var fljótur um borð.

Fótbolti

Dapurt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Það var fátt um fína drætti hjá Íslendingaliðunum í Noregi í dag. Aðeins Haugesund með Andrés Má Jóhannesson í byrjunarliðinu vann sigur en Steinþór Freyr Þorsteinsson, Óskar Örn Hauksson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Elfar Freyr Helgason og Veigar Páll Gunnarsson voru allir í tapliðum.

Fótbolti

Ari Freyr Skúlason skoraði fyrir Sundsvall

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn og skoraði fyrir Sundsvall í 2-2 jafntefli gegn Örebro á útivelli. Örebro jafnaði metin í uppbótartíma en allt benti til þess að mark Ara yrði mikilvægt sigurmark í fallbaráttunni.

Fótbolti

Ragnar og Rúrik með í jafntefli FCK

Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði tveimur stigum gegn Esbjerg á útivelli í dag. Esbjerg jafnaði þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og lokatölur 2-2.

Fótbolti

Jóhann Berg í tapliði

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 3-0 á útivelli gegn toppliði Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. AZ missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í stöðunni 1-0 þegar rétt liðlega 50 mínútur voru liðnar af leiknum.

Fótbolti

Malmö þokast nær titlinum

Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Malmö í 1-0 útisigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið náði þar með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Fótbolti

Guðmundur skoraði í sigri Start

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikin fyrir Start sem sigraði Mjöndalen 3-1 í norsku 1. deildinni í dag. Guðmundur gulltryggði sigurinn með þriðja marki Start á 85. mínútu.

Fótbolti

Markalaust á Anfield

Liverpool og Stoke gerðu markalaust jafnefli á Anfield Road í Liverpool í dag. Stoke mætti til leiks til að ná í stig og með hörðum leik, mikilli baráttu og stífum varnarleik og það gekk upp.

Enski boltinn

Óánægja með hegðun Balotelli

Ítalinn Mario Balotelli hélt áfram að ögra stjóra Man. City, Roberto Mancini, í gær er hann labbaði beint til búningsklefa eftir að hafa verið skipt af velli gegn Sunderland.

Enski boltinn

Dramatískt jafntefli hjá Southampton og Fulham

Southampton og Fulham gerðu dramatískt 2-2 jafntefli St. Mary´s leikvanginum í Southampton í dag. Fulham virtist ætla að sigra leikinn þegar liðið komst yfir á 88. mínútu en nýliðar Southampton jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar og tryggðu sér verðskuldað stig.

Enski boltinn

Flugeldasýning hjá Messi og Ronaldo í jafnteflisleik

Tveir bestu knattspyrnumenn heims - Lionel Messi og Cristiano Ronaldo - buðu til veislu á Camp Nou í kvöld er Barcelona tók á móti Real Madrid. Báðir leikmenn skoruðu tvö mörk í 2-2 jafntefli liðanna. Barcelona er því áfram með átta stiga forskot á Real Madrid í deildinni.

Fótbolti

Heiðar skallaði Cardiff á toppinn

Heiðar Helguson var hetja Cardiff í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í frábærum útisigri á Ipswich Town. Lokatölur 1-2 eftir að Cardiff hafði verið undir í hálfleik.

Enski boltinn

Aron getur ekki hætt að skora

Aron Jóhannsson var enn eina ferðina á skotskónum með félagi sínu, AGF, er það sótti SönderjyskE heim í dönsku úrvalsdeildinni og vann góðan sigur, 0-3.

Fótbolti