Fótbolti

Rooney verður með fyrirliðabandið á morgun

Wayne Rooney verður fyrirliði enska fótboltalandsliðsins í leiknum á móti San Marínó í undankeppni HM 2014 sem fer fram á Wembley á morgun. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard er meiddur og því varð Roy Hodgson að finna sér nýjan fyrirliða.

Enski boltinn

Frank Lampard missir af San Marínó leiknum

Chelsea-maðurinn Frank Lampard getur ekki spilað með enska landsliðinu á móti San Marínó á Wembley á morgun en þjóðirnar mætast þá í undankeppni HM og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Triesman: Af hverju fékk Terry styttra bann en Suarez?

Lord Triesman, fyrrum stjórnarmaður í enska knattspyrnusambandinu, hefur gagnrýnt lengdina á banninu sem John Terry fékk fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand og af hverju bann Terry var helmingi styttra en það sem Liverpool-maðurinn Luis Suarez fékk í fyrra.

Enski boltinn

Útvarpsmaður rekinn fyrir rasisma

Gamli knattspyrnustjórinn Ron Atkinson var rekinn úr starfi sem fjölmiðlamaður þegar hann varð uppvís að kynþáttaníði á sínum tíma. Hann hélt þá að enginn heyrði það sem hann sagði. Svo var ekki.

Fótbolti

Margrét Lára og félagar í Baywatch-myndbandi

Leikmenn Íslendingaliðsins Kristianstad í Svíþjóð gerðu þetta skemmtilega myndband í anda gömlu Baywatch-sjónvarpsþáttanna. Þar koma meðal annarra fyrir Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir.

Fótbolti

Messi: Get ekki beðið eftir því að hitta soninn

Lionel Messi er mættur til Argentínu þar sem hann mun spila tvo mikilvæga leiki við Úrúgvæ og Chile í undankeppni HM . Argentínska landsliðið hefur unnið 4 leiki og gert 2 jafntefli í þeim sjö leikjum sem Messi hefur borið fyrirliðabandið.

Fótbolti

Owen: Ég verð bara að ná United-leiknum

Michael Owen ætlar að gera allt til þess að ná að spila með Stoke á móti Manchester United í næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni en kappinn hefur aðeins náð því að spila í 28 mínútur síðan að kom til Stoke í byrjun september. Owen segir að allt sé á réttri leið hjá sér.

Enski boltinn

Abidal æfir upp í Pýreneafjöllum

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa fengið nýja lifur í apríl síðastliðnum. Abidal hefur verið að glíma við krabbamein í lifur en ætlar ekki að gefa fótboltann upp á bátinn.

Fótbolti

Sir Alex: Ánægður með nýju demanta-miðjuna sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á nýju demanta-miðju liðsins og telur að hún geti hjálpað liðinu mikið á þessu tímabili. Ferguson hefur stillt upp í þessu kerfi í síðustu leikjum en byrjaði á því í sigri á Newcastle í deildabikarnum.

Enski boltinn

Hleb: Lærði meira af Wenger en Guardiola

Hvít-Rússinn Alexander Hleb er ekki sammála því að Pep Guardiola sé besti þjálfari í heimi. Að hans mati var frábær árangur Guardiola með Barcelona uppskera þess að hann var með bestu leikmennina í sínu liði.

Fótbolti

Everton án Fellaini næstu vikurnar

Everton hefur komið mörgum á óvart með góðri frammistöðu í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni enda liðið í 4. sætinu eftir sjö umferðir. David Moyes og lærisveinar urðu hinsvegar fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að Belginn Marouane Fellaini verður ekki með í næstu leikjum.

Enski boltinn

Rooney: Til í Cantona-hlutverk hjá enska landsliðinu

Wayne Rooney segist vera tilbúinn í að taka að sér "Eric Cantona hlutverk" hjá enska landsliðinu en framundan er leikur við San Marínó á föstudagskvöldið. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard glímir við meiðsli og það er því líklegt að Rooney beri fyrirliðabandið í þessum leik.

Enski boltinn

Logi: Vil gera gott Stjörnulið enn betra

Logi Ólafsson er orðinn víðförlasti þjálfarinn í efstu deild eftir að hann tók við Stjörnunni í gær. "Hingað er ég kominn fyrst og fremst vegna þess að mér finnst liðið mjög gott og spennandi,“ segir Logi en Stjarnan verður sjötta liðið sem hann þjálfar í

Íslenski boltinn

Blatter: Aldrei séð annað eins í minni tíð

Joseph Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins [FIFA], hefur verið staddur hér á landi síðustu daga til að kynna sér íslenska knattspyrnu og uppbyggingu íþróttarinnar hér á landi. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær þar sem hann lofaði mjög hvernig staðið hafi verið að knattspyrnunni hér á landi.

Fótbolti

David Moyes og Steven Fletcher bestir í september

Steven Fletcher, framherji Sunderland og David Moyes, stjóri Everton, voru valdir þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni í septembermánuði af sérstakri valnefnd á vegum ensku úrvalsdeildarinnar en Gylfi Þór Sigurðsson fékk samskonar verðlaun og Fletcher fyrir mars fyrr á þessu ári.

Enski boltinn