Fótbolti

Lagerbäck: Þurfum að spila vel í 90 mínútur

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu er ánægður með sitt fyrsta ár í starfi hjá KSÍ. Hann segir að landsliðið standi vel í baráttunni um að komast í úrslitakeppni HM 2014 og að framtíð þess sé afar björt.

Fótbolti

Fær Gylfi aftur tækifæri í dag?

Tottenham tekur á móti toppliði Chelsea á White Hart Lane í hádeginu í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið á miklu skriði að undanförnu. Tottenham hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína og Chelsea er með fjögurra stiga stiga forskot á toppnum eftir að hafa náð í 19 af 21 mögulegu stigi í fyrstu sjö umferðunum.

Enski boltinn

Þetta lið stefnir alltaf á sigur

Íslenska kvennalandsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum í dag er það sækir Úkraínu heim í umspili fyrir EM í Svíþjóð en það mót fer fram á næsta ári. Þetta er fyrri leikur liðanna. Síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvelli næstkomandi fimmtudag. Sigurvegarinn í umspilinu fær farseðil á mótið og því að miklu að keppa.

Fótbolti

Þægilegt hjá Real Madrid

Real Madrid komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Celta Vigo. Gonzalo Higuain og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídinga.

Fótbolti

Pepe Reina lélegastur

Pepe Reina, markvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur enda búinn að gera nokkur slæm mistök það sem af er á tímabilinu.

Enski boltinn

Di Matteo: Ekki öruggt að Terry fái aftur fyrirliðabandið

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var ekki tilbúinn að lofa því að John Terry verði áfram fyrirliði Chelsea-liðsins þegar hann snýr aftur úr fjögurra leikja banni fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR.Terry verður ekki með í næstu fjórum deildarleikjum Chelsea en fær að spila á móti Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Enski boltinn

Veigar Páll tekjuhæstur – fékk 4,5 milljónir kr í laun á mánuði

Íslenskir knattspyrnumenn sem hafa atvinnu af sínu fagi í Noregi eru margir hverjir á forstjóralaunum en norskir fjölmiðlar birtu yfirlit yfir laun leikmanna í efstu deild í dag. Veigar Páll Gunnarsson, sem í dag leikur með Stabæk, er með hæstu tekjurnar af íslensku leikmönnunum en hann var með um 4,5 milljónir kr. í laun á mánuði. Árstekjur Veigars voru um 54 milljónir kr. en hann greiddi 24,6 milljónir kr. í skatt.

Fótbolti

Mancini: Stutt í Silva

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að David Silva muni missa af næstu tveimur leikjum liðsins en að hann sé vongóður að hann geti spilað með liðinu á ný innan skamms.

Enski boltinn

Ferguson ósammála Roberts

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rio Ferdinand muni taka þátt í átaki ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttafordómum um helgina - eins og aðrir leikmenn félagsins.

Enski boltinn

Serbar svara fyrir sig á Youtube

Serbneska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér myndband þar sem þrætt er fyrir að Danny Rose hafi orðið fyrir kynþáttaníði í U-21 leik Serbíu og Englands á dögunum.

Fótbolti

Blikar vilja fá Garðar

Framherjinn Garðar Jóhannsson er samningslaus og ekki ljóst hvar hann spilar næsta sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Blikar mikinn áhuga á því að krækja í Garðar en þeir ætla sér stóra hluti næsta sumar.

Íslenski boltinn