Fótbolti

Skotar ráku Levein

Craig Levein hefur verið rekinn sem þjálfari skoska landsliðsins. Tíðindin koma lítið á óvart enda hefur liðið ekkert getað í undankeppni HM 2014 og situr í neðsta sæti síns riðils.

Fótbolti

Lagerbäck: Eiður gæti komið inn á næsta ári

Landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn í myndinni hjá sér þó svo hann hafi ekki verið valinn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra.

Fótbolti

Nasri vill meiri samstöðu

Samir Nasri, leikmaður Manchester City, segir að liðið eigi góðan möguleika á að verja Englandsmeistaratitilinn ef leikmenn standi saman í baráttunni á öllum vígstöðum.

Enski boltinn

Eitt atvik kostaði okkur titilinn

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB Malmö máttu sjá á eftir sænska meistaratitlinum í knattspyrnu á laugardaginn eftir dramatískt 1-0 tap í lokaumferðinni gegn Tyresö.

Fótbolti

Pálmi Rafn skoraði tvö gegn gömlu félögunum

Pálmi Rafn Pálmarson kom inná sem varamaður í liði Lilleström sem vann 6-0 stórsigur á Stabæk á útivelli í efstu deild norska boltans í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson og Veigar Páll Gunnarsson voru í byrjunarliði Stabæk en sá síðarnefndi var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Fótbolti

Manchester United ætlar ekki að semja við Giggs

Ryan Giggs verður 39 ára gamall 29. nóvember næstkomandi og í lok þessarar leiktíðar gæti hann orðið Englandsmeistari í þrettánda sinn. Í síðustu viku skoraði hann gegn Chelsea í deildarbikarnum og hafði þá skorað á öllum 23 árum sínum sem atvinnumaður hjá Manchester United en nú er líklega komið að endalokum hjá kappanum.

Enski boltinn

Guðlaugur Victor skoraði í sigri Nijmegen

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði annað marka NEC Nijmegen sem vann 2-1 útisigur á Groningen í efstu deild hollensku knattspyrnunnar í dag. Þetta var fyrsta mark Guðlaugs Victors fyrir hollenska félagið.

Fótbolti

Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Fer Neymar til Manchester City?

Þrátt fyrir ungan aldur er hinn tvítugi Brasilíumaður Neymar búinn að vera undir smásjá stærstu fótboltaliða heims í langan tíma. Enska blaðið The People greinir frá því í dag að eitt fyrsta verk nýráðins íþróttastjóra Manchester City, Txiki Begiristain, sé að krækja í Brasilíumanninn unga. Blaðið segir að Neymar sé efstur á óskalista Mancini.

Enski boltinn