Fótbolti

Glæsimark Eiðs Smára | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Cercle Brugge er liðið vann sjaldséðan sigur, 3-1, á Genk. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í vetur. Eiður var að skora sitt fimmta mark fyrir félagið.

Fótbolti

Íslensku strákarnir ekki á skotskónum í Englandi

Íslendingaliðið Cardiff City komst upp í annað sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann góðan sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff. Fyrsti leikur Arons í byrjunarliðinu í nokkurn tíma. Hann fór af velli á 61. mínútu fyrir Craig Bellamy. Heiðar lék allan leikinn.

Enski boltinn

Di Matteo hélt að hann yrði rekinn með Villas-Boas

Ítalínn Roberto di Matteo hefur náð mögnuðum árangri með Chelsea en fáir höfðu trú á því er hann var ráðinn á sínum tíma. Sjálfur var hann ekki öruggur um starf sitt og óttaðist að verða rekinn eftir tap gegn WBA í mars síðastliðnum.

Enski boltinn

Öruggt hjá Real Madrid

Real Madrid er átta stigum á eftir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni eftir auðveldan og öruggan sigur á Athletic Bilbao í kvöld.

Fótbolti

Rauða spjaldið hjá Adebayor var dýrkeypt

Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, var heldur betur í sviðsljósinu þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í dag. Hann byrjaði á því að koma Spurs yfir í leiknum en var svo rekinn af velli skömmu síðar eftir heimskulega tæklingu.

Enski boltinn

Óður til Zlatans - 24 frábær mörk Svíans

Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur lengi verið talinn í hópi bestu fótboltamanna heims en eftir sýningu sína á móti Englandi á miðvikudagskvöldið er hægt að segja að hann sé nú kominn í úrvalshópinn með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Methagnaður hjá Bayern München

Forráðamenn þýska stórliðsins Bayern München brosa breitt þessa dagana en methagnaður var hjá þessu fornfræga knattspyrnuliði á síðasta rekstrarári. Hagnaður félagsins var 1,8 milljarðar kr., og er það met í 112 ára sögu liðsins. Heildarvelta félagsins var um 54 milljarðar kr. sem er einnig met.

Fótbolti

Emil lagði upp mark í jafnteflisleik

Hellas Verona tapaði dýrmætum stigum á heimavelli í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Cesena í ítölsku b-deildinni. Hellas Verona er áfram í 2. sæti en Cesena var fimmtán sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Fótbolti

Fjórða tapið í röð hjá Aroni og félögum

AGF er heldur betur að gefa eftir í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tapaði fjórða deildarleiknum í röð í kvöld. AGF tapaði þá 0-2 á heimavelli á móti FC Nordsjælland í 17. umferð deildarinnar.

Fótbolti