Fótbolti

Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

Fótbolti

Beckham fer líklegast til PSG í Frakklandi

Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Hinn 37 ára gamli enski knattspyrnumaður lék sinn síðasta leik með LA Galaxy um s.l. helgi þegar liðið varð bandarískur meistari en Beckham hafði verið í herbúðum liðsins í rúm fimm ár.

Enski boltinn

Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld

Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld.

Fótbolti

Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Fótbolti

Silva gæti misst af leiknum gegn Man. Utd

Spánverjinn David Silva mun ekki geta leikið með Man. City gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld vegna meiðsla. Óvissa er einnig um þáttöku hans gegn Man. Utd í uppgjöri toppliða ensku deildarinnar um næstu helgi.

Enski boltinn

Chivas búið að reka Cruyff

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff hefur verið í ráðgjafarhlutverki hjá mexíkóska liðinu Chivas síðan í febrúar en félagið hefur nú losað sig við Hollendinginn.

Fótbolti

Matthías hjá Start næstu tvö árin

Matthías Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Start í Noregi. Matthías var lánsmaður hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann var samningsbundinn FH.

Fótbolti