Fótbolti

Jóhann Laxdal og Kristinn Jónsson valdir í landsliðið

Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristinn Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn.

Íslenski boltinn

FH mætir KRC Genk | Gylfi til Georgíu

Fimleikafélag Hafnarfjarðar mætir belgíska liðinu KRC Genk í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leikurinn verður hér á landi 22. ágúst.

Fótbolti

Arsenal mætir Fenerbahce

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal þarf að slá út tyrkneska liðið Fenerbahce í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot

Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum.

Íslenski boltinn