Fótbolti

Wayne Rooney í byrjunarliðinu hjá United

Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United á móti Chelsea í kvöld en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ekkert farið leynt með áhuga sinn á því að kaupa hann til Chelsea. Þetta er fyrsti leikur Rooney í byrjunarliðinu síðan að David Moyes tók við.

Enski boltinn

Atletico vill fá Mata

Það er mikið slúðrað um framtíð Spánverjans Juan Mata hjá Chelsea þessa dagana. Með komu Willian til Chelsea er búist við því að mínútum Mata á vellinum muni fara fækkandi.

Enski boltinn

Sögulegt sigurmark Eiðs Smára fyrir níu árum

Nafn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur komið upp í aðdraganda leiks Manchester United og Chelsea en þessi stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni fer fram á Old Trafford í kvöld. Eiður Smári tryggði nefnilega Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, hans fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni fyrir níu árum síðan.

Enski boltinn

Heilaþvegnir stuðningsmenn hjá Arsenal

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir að styrkja ekki liðið fyrir tímabilið og 1-3 tap á móti Aston Villa var bara olía á þann eld. Hann ræddi þessa gagnrýni á blaðamannfundi í dag.

Enski boltinn

Alfreð má hefja viðræður við Cardiff

Alfreð Finnbogason, framherji hollenska liðsins Heerenveen og langmarkahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar eins og er gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina ef marka má fréttir í hollenskum fjölmiðlum.

Enski boltinn

"Sýndu íslenskt attitude"

Rúrik Gíslason fékk skýr skilaboð frá þjálfara danska félagsins FC Kaupmannahöfn eftir að hann handarbrotnaði í 1-1 jafntefli gegn Vestsjælland í gær.

Fótbolti

Upphitun fyrir stórleik kvöldsins

Á Vísi í vetur verður hægt að sjá upphitunarmyndbönd fyrir leikina í enska boltanum. Stórleikur umferðarinnar fer fram í kvöld þegar Jose Mourinho mætir með Chelsea á Old Trafford þar sem Englandsmeistarar Man. Utd bíða.

Enski boltinn

Tveir nýir stjórar berjast um England

England mun nötra í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Tveir nýir stjórar eru við stjórnvölinn og eins og svo oft áður verður allt lagt undir þegar þessi tvö lið etja kappi á Old Trafford.

Enski boltinn

Tíundi bikarmeistaratitill Blika

Breiðablik varð bikarmeistari kvenna í knattspyrnu um helgina er liðið bar sigur úr býtum í leik gegn Þór/KA á Laugardalsvellinum. Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir var hetja Blika í leiknum og skoraði sigurmarkið. Tíu titlar í fimmtán leikjum hjá Breiðablik.

Íslenski boltinn

Stórliðin byrjuðu flest vel á Ítalíu

Ítalska A-deildin í fótbolta hófst um helgina og voru sjö leikir leiknir í dag. Juventus hóf titilvörnina í gær með 1-0 sigri á Sampdoria en Inter og Roma unnu bæði góða sigra í dag.

Fótbolti

Rúnar Alex vissi hvar Davíð myndi skjóta

"Mér leið bara eins og ég ætti heima hérna. Ég vil fá að spila með þeim bestu. Það voru allir búnir að tala við mig og róa mig niður fyrir leikinn," sagði hetja KR-inga, Rúnar Alex Rúnarsson, sem sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik.

Íslenski boltinn

Heimir: Þetta er búið

"Það eru vonbrigði að fá ekkert úr leiknum því mér fannst við spila á köflum mjög vel. Sköpuðum góð færi og áttum möguleika að jafna," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Íslenski boltinn