„Ég hef stefnt að þessu allan minn feril“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 00:01 Aron Einar Gunnarsson komst í gær í góðan hóp Íslendinga sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Landsliðsfyrirliðin gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark í sögu Cardiff City þegar liðið bar sigur úr býtum, 3-2, gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Aron jafnaði metin í 1-1 þegar um hálftími var eftir af leiknum og það var síðan liðsfélagi hans Fraizer Campbell sem bætti við tveimur mörkum fyrir Cardiff. „Það var vissulega mjög sérstakt að skora þetta mark fyrir lið eins og Cardiff ,“ segir Aron Einar Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það sem skipti samt sem áður mestu máli voru stigin sem við fengum í dag og að liðið sé komið í gang. Það reiknaði enginn með því að við myndum fá eitthvað út úr þessum leik en það var frábært fyrir okkur, við unnum okkur inn smá virðingu frá hinum liðunum í deildinni.“ Liðsheildin er lykillinn að þeim árangri sem Cardiff hefur náð í gegnum árin að mati Arons. „Við vorum allir að vinna mikið fyrir hvorn annan í dag og við verðum að halda því áfram í þessari deild. Leikmenn Manchester City eru eflaust með meiri gæði en við en það skipti bara engu máli í dag, við fórum í gegnum þetta saman sem lið.“ Það hefur alltaf verið markmiðið hjá Aroni að komast í ensku úrvalsdeildina og nú er markmiðinu náð.Setti stefnuna á úrvalsdeildina „Ég hef stefnt að þessu allan minn feril og ég er virkilega stoltur af því að vera kominn í þessa deild svona ungur. Nú ætla ég bara að njóta þess að spila í bestu deild í heiminum.“ Aron vill meina að liðið sé nægilega gott til þess að halda sér upp í ensku úrvalsdeildinni og jafnvel gott betur en það. „Það er búið að leggja mikla vinnu í þetta lið og ég held að Cardiff sé í fjórða sæti yfir peningum eytt í leikmenn fyrir þetta tímabil. Það er því gott fyrir mig að finna fyrir traustinu frá stjóranum og að ég sé í stóru hlutverki með liðinu.“ Cardiff tapaði fyrir West Ham United í fyrstu umferð en að sögn Arons fóru leikmenn liðsins vel í gegnum þann leik í vikunni og náðu að lagfæra ákveðin atriði. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson komst í gær í góðan hóp Íslendinga sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Landsliðsfyrirliðin gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark í sögu Cardiff City þegar liðið bar sigur úr býtum, 3-2, gegn Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Aron jafnaði metin í 1-1 þegar um hálftími var eftir af leiknum og það var síðan liðsfélagi hans Fraizer Campbell sem bætti við tveimur mörkum fyrir Cardiff. „Það var vissulega mjög sérstakt að skora þetta mark fyrir lið eins og Cardiff ,“ segir Aron Einar Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það sem skipti samt sem áður mestu máli voru stigin sem við fengum í dag og að liðið sé komið í gang. Það reiknaði enginn með því að við myndum fá eitthvað út úr þessum leik en það var frábært fyrir okkur, við unnum okkur inn smá virðingu frá hinum liðunum í deildinni.“ Liðsheildin er lykillinn að þeim árangri sem Cardiff hefur náð í gegnum árin að mati Arons. „Við vorum allir að vinna mikið fyrir hvorn annan í dag og við verðum að halda því áfram í þessari deild. Leikmenn Manchester City eru eflaust með meiri gæði en við en það skipti bara engu máli í dag, við fórum í gegnum þetta saman sem lið.“ Það hefur alltaf verið markmiðið hjá Aroni að komast í ensku úrvalsdeildina og nú er markmiðinu náð.Setti stefnuna á úrvalsdeildina „Ég hef stefnt að þessu allan minn feril og ég er virkilega stoltur af því að vera kominn í þessa deild svona ungur. Nú ætla ég bara að njóta þess að spila í bestu deild í heiminum.“ Aron vill meina að liðið sé nægilega gott til þess að halda sér upp í ensku úrvalsdeildinni og jafnvel gott betur en það. „Það er búið að leggja mikla vinnu í þetta lið og ég held að Cardiff sé í fjórða sæti yfir peningum eytt í leikmenn fyrir þetta tímabil. Það er því gott fyrir mig að finna fyrir traustinu frá stjóranum og að ég sé í stóru hlutverki með liðinu.“ Cardiff tapaði fyrir West Ham United í fyrstu umferð en að sögn Arons fóru leikmenn liðsins vel í gegnum þann leik í vikunni og náðu að lagfæra ákveðin atriði.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira