Fótbolti

Albert hafnaði Arsenal fyrir Heerenveen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Albert ásamt framkvæmdastjóranum Gaston Sporre.
Albert ásamt framkvæmdastjóranum Gaston Sporre. Mynd/Heimasíða Heerenveen
Albert Guðmundsson var í dag kynntur til leiks sem leikmaður unglingaliðs Heerenveen í Hollandi.

Albert, sem er uppalinn í KR og lék með 2. flokki liðsins í sumar þrátt fyrir að vera gjaldgengur í 3. flokk, segir í viðtali á heimasíðu hollenska félagsins vera klár í slaginn.

„Ég er í góðu formi enda var á miðju miðju tímabili með íslenska liðinu mínu. Núna er ég búinn að vera hérna í um mánuð og líkar dvölin vel," segir Albert.

Albert segist vanur því að æfa með eldri leikmönnum en nú æfir hann með jafnöldrum sínum ytra.

„Getustigið hér er samt miklu hærra. Ég met þetta sem gott skref á mínum ferli."

Albert samdi við Heerenveen til þriggja ára. Hann segist vonast til þess að spila með aðalliðinu innan þriggja ára. Hann viðurkennir þó að erfitt hafi verið að hafna tilboði Arsenal.

„Arsenal er uppáhaldsliðið mitt þannig að það var erfitt að segja nei við tilboði þeirra. Skrefið til Arsenal var of stórt. Liðið hefur svo marga góða leikmenn að það hefði verið erfitt að fá tækifæri," segir Albert sem telur sig eiga meiri möguleika að bæta sig hjá Heerenveen.

Aðspurður segir Albert að nafni hans og langafi, Albert Guðmundsson, hafi vissulega spilað með Arsenal og AC Milan á sínum tíma. Gaman væri að feta í fótspor hans.

Umfjöllunina á heimasíðu Heerenveen má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×