Fótbolti

Angerer valin sú besta í Evrópu

Nadine Angerer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta, var kosin besta knattspyrnukona Evrópu 2012-13 en fyrirliði þýsku Evrópumeistarana er sú fyrsta sem fær þessi verðlaun hjá UEFA.

Fótbolti

Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi

Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Íslenski boltinn

Spiluðum vel á móti þeim heima

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Kolbeinn Sigþórsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Þeir taka undir þau orð þjálfarans að Ísland geti unnið sigur á gríðarlega sterkum útivelli.

Fótbolti

Þetta landslið í dag er betra en það var í fyrra

Lars Lagerbäck ber mikla virðingu fyrir svissneska landsliðinu og segir að íslenska liðið sé ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart Svisslendingunum. Ísland muni mæta óhrætt til leiks á Stade de Suisse á morgun og leika til sigurs.

Fótbolti

Alfreð æfði í dag | Sölvi og Gunnar hvíldu

Íslenska landsliðið æfði á hinum glæsilega Stade de Suisse í dag í algjörri rjómablíðu. Alfreð Finnbogason tók þátt í æfingu liðsins en hann er tæpur vegna meiðsla. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur ekki útilokað að Alfreð taki þátt í leiknum en það skýrist væntanlega á morgun hvort hann sé nógu heilsuhraustur.

Fótbolti

Finnar unnu Tyrki í fyrsta leik

Finnska körfuboltalandsliðið byrjaði vel á Evrópumótið í körfubolta í Slóveníu í dag en Finnar unnu þá sex stiga sigur á Tyrklandi. Georgíumenn og Lettar unnu einnig fyrsta leik sinn á mótinu og þá var mikil spenna í leik Breta og Ísraelsmenn þar sem Bretar komu til baka í blálokin úr mjög erfiðari stöðu og tókst að tryggja sér dramatískan sigur.

Fótbolti

Tuttugu leikmenn með magakveisu

Venesúela á enn möguleika á að komast á HM í Brasilíu en útiliðið er ekki bjart í leikmannahópnum þessa stundina. Framundan er leikur á móti Síle á föstudagskvöldið en nær allur hópurinn glímir við veikindi.

Fótbolti

Manchester United reyndi líka að fá Sneijder

Það gekk fátt upp hjá Englandsmeisturum Manchester United í félagsskiptaglugganum sem lokaði á mánudagskvöldið. Það berast enn fréttir af mislukkuðu kaupum United því Wesley Sneijder hefur nú bæst í hóp þeirra leikmanna sem United tókst ekki að fá.

Enski boltinn

Blikar án fjögurra lykilmanna

Finnur Orri Margeirsson, Nichlas Rohde, Renee Troost og Þórður Steinar Hreiðarsson verða allir í leikbanni þegar Breiðablik sækir Val heim í 19. umferð Pepsi-deildar föstudagskvöldið 13. september.

Íslenski boltinn