Fótbolti

Alfreð æfði í dag | Sölvi og Gunnar hvíldu

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Alfreð á æfingunni í dag.
Alfreð á æfingunni í dag. mynd/valli
Íslenska landsliðið æfði á hinum glæsilega Stade de Suisse í dag í algjörri rjómablíðu. Alfreð Finnbogason tók þátt í æfingu liðsins en hann er tæpur vegna meiðsla. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur ekki útilokað að Alfreð taki þátt í leiknum en það skýrist væntanlega á morgun hvort hann sé nógu heilsuhraustur.

Það eru fleiri meiðsli í hópnum en þeir Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hvíldu báðir á æfingunni í dag. Þáttaka þeirra er einnig í óvissu.

Það verður því eitthvað að gera hjá læknum og sjúkraþjálfurum íslenska liðsins síðustu klukkutíma fyrir leikinn mikilvæga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×