Fótbolti

Tuttugu leikmenn með magakveisu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Venesúela á enn möguleika á að komast á HM í Brasilíu en útiliðið er ekki bjart í leikmannahópnum þessa stundina. Framundan er leikur á móti Síle á föstudagskvöldið en nær allur hópurinn glímir við veikindi.

Cesar Farias, þjálfari landsliðsins, sagði að tuttugu leikmenn sínir séu með magakveisu.

„Það átti engin okkar góða nótt og það getur enginn þessara leikmann æft af einhverri alvöru," sagði Cesar Farias.

Venesúela er í sjötta sæti í Suður-Ameríku riðlinum en fjögur efstu þjóðirnar fara beint á HM og sú fimmta fer í umspil á móti Asíuþjóð.

Venesúela verður helst að vinna Síle til að eiga möguleika á sæti á HM en hvort allir verði búnir að ná sér fyrir leikinn er önnur saga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×