Fótbolti

„Ætlum upp næsta sumar“

Víkingar frá Ólafsvík segjast vera brotnir en ekki bugaðir eftir fall úr Pepsi-deildinni. Þeir hafa sett stefnuna beint upp aftur næsta sumar. Reksturinn stóð undir sér og Ejub Purisevic verður áfram þjálfari félagsins.

Íslenski boltinn

Magnaðar vörslur Mignolet

Simon Mignolet bauð upp á stórkostleg tilþrif í búrinu þegar Liverpool fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Enski boltinn

Wenger mun nota Bendtner á miðvikudaginn

Nicklas Bendtner hefur verið leikmaður Arsenal í meira en tvö ár án þess að ná því að spila fyrir félagið en það breytist væntanlega á miðvikudagskvöldið. BBC segir að Arsene Wenger ætli að spila danska framherjanum í enska deildabikarnum.

Enski boltinn

Skortur á unglingastarfi hamlar þátttöku KV í 1. deildinni

Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, tryggði sér sæti í 1. deild karla í fótbolta um helgina þegar liðið varð í öðru sæti í 2. deildinni en KV og HK unnu sér þá sæti í 1. deildinni. Það eru talsverðar kröfur settar á félög sem spila í 1. deild og þurfa þau öll að standast leyfiskerfi KSÍ.

Íslenski boltinn

Ein sú besta í heimi dæmir hjá íslensku stelpunum

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður með flautuna þegar Ísland tekur á móti Sviss á fimmtudaginn í fyrsta leik sínum í undankeppni HM kvenna í fótbolta 2015. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður fyrsti leikur íslensku stelpnanna undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Fótbolti

Balotelli fékk þriggja leikja bann

Mario Balotelli, framherji AC Milan í ítalska fótboltanum, missir af næstu þremur leikjum liðsins en hann fékk þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í gærkvöldi.

Fótbolti

KR Íslandsmeistari í 26. sinn

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær eftir sigur á Val 2-1. Liðið á enn tvo leiki eftir af tímabilinu og geta leikmenn liðsins nú andað léttar. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum.

Íslenski boltinn