Fótbolti

Ólafur og Milos áfram með Víking

Ólafur Þórðarson verður áfram þjálfari Víkings en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í fótbolta 2014 um síðustu helgi þegar Fossvogsliðið tryggði sér 2. sætið í 1. deildinni. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings í kvöld.

Íslenski boltinn

Dómari settur í salt

Ákvörðun dómara í viðureign Real Madrid og nýliða Elche í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vikunni hefur dregið dilk á eftir sér.

Fótbolti

Högmo tekur við Noregi

Per-Mathias Högmo verður næsti þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Tilkynnt verður um ráðninguna á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti

David James kvaddi

Eyjamenn verða án markvarðar síns David James í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Englendingurinn er farinn af landi brott.

Íslenski boltinn

Kveðjustund Katrínar | Myndir

Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu.

Íslenski boltinn

Margrét Lára um Ramonu Bachmann: Hún hreyfir sig eins og strákur

Svisslendingurinn Ramona Bachmann sýndi heldur betur snilli sína á Laugardalsvelli í kvöld þegar hún sprengdi upp íslensku vörnina hvað eftir annað og það var í raun ótrúlega að stórkostlegir sprettir hennar skiluði ekki fleiri mörkum. Sviss vann 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni HM og það er ljóst að með Bachmann í svona formi þá fer svissneska liðið langt.

Íslenski boltinn

Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur

Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap.

Íslenski boltinn

Margrét Lára: Þær voru miklu betri

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra.

Íslenski boltinn

Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn

Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015.

Íslenski boltinn